Tómas Ingi: Menn að leggja mikið á sig til að vinna

Tómas Ingi á hliðarlínunni á miðvikudagskvöldið.
Tómas Ingi á hliðarlínunni á miðvikudagskvöldið.
Eins og flestir ættu að vita eigast KA og HK við í annað skipti á fjórum dögum á laugardaginn. Á miðvikudaginn fóru KA-menn með 3-2 sigur af hólmi eftir framlengdan baráttuleik. HK-ingar börðust vel í leiknum og Tómas Ingi, þjálfari þeirra, getur verið sáttur með það. Heimasíðan heyrði í Tómasi eftir leikinn og spurði hann út í leikinn sem og viðureign liðana á laugardaginn.

Jæja Tómas, hvernig fannst þér þessi leikur í heild sinni? ,,Þetta var baráttu leikur..ekki fallegur fótbolti en menn voru virkilega að leggja á sig mikið til að vinna,“ sagði Tómas, líklega nokkuð ósáttur með tap í þessum leik.

,,Ég var ágætlega sáttur við þá. Við sýndum karakter að ná að jafna í lokinn en svo held ég að vera færri hafi gert okkur extra erfitt fyrir,“ sagði Tómas um leik sinna manna.

Tómas var spurður út í það hvernig honum litist á það að koma tvisvar til Akureyrar með stuttu millibili. Hann virtist ekkert vera voðalega ósáttur með það. ,,Akureyri finnst mér einn fallegasti staður á landinu þannig að það er fínt...við ætluðum reyndar að reyna að vera fram að laugardag á Akureyri en vegna vinnu nokkra leikmanna hafðist það ekki því miður.“

,,Við stefnum upp.  Í miðað við önnur lið eigum við að geta það en mér finnst eftir það sem ég hef séð að 8-9 lið getað farið upp og ég tel okkur klárlega ásamt KA vera í þeim hóp,“ var svar Tómasar þegar við spurðum hann út í markmið sumarsins. HK-ingar hafa byrjað ágætlega og sitja í fimmta sæti deildarinnar.

Kópavogsbúar urðu bikarmeistarar í fyrra en reyndar voru það ekki HK heldur Breiðablik sem tóku titilinn. Það verða þó að teljast nokkur vonbrigði að detta svona snemma úr bikarnum enda HK með hörku lið. ,,Já, auðvitað eru það vonbrigði en verðum við ekki bara að taka út klassískan og ömurlegan frasa "þá getum við einbeitt okkur að deildinni," sagði Tómas, augljóslega vonsvikinn.

Aðspurður um stemningu hópsins og hvernig hún muni vera á laugardaginn sagði Tómas hana vera góða. ,, Við erum svona að ná okkur eftir tapið á miðvikudaginn og vinna úr þeim upplýsingum sem fengust í þeim leik.“
 
,,Að lokum við ég óska KA góðs gengis í sumar og vona að þeir fari sem lengst í bikarnum, fyrst þeir voru að eyðileggja okkar bikardraum,“ sagði markamaskínan fyrrverandi eftir hörkuleik sinna manna en svekkjandi tap.

Enn og aftur mælum við eindregið með því að fólk mæti á völlinn enda sást í leik liðana á miðvikudaginn að þetta eru hörkulið og allt er opið fyrir skemmtilegum leik.