Túfa og Lars Lagarback, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu.
Srdjan Tufegdzic og Óskar Bragason hafa lokið UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun. Brautskráningin fór fram sl. laugardag í
höfuðstöðvum KSÍ. Þessi þjálfaragráða gerir þeim félögum kleift að taka að sér þjálfun allra
flokka - frá þeim yngstu og upp í meistaraflokk. Þeim Túfa og Óskari eru færðar hamingjuóskir í tilefni af þessum góða
áfanga og væntum við mikils af þeim í þjálfun hér eftir sem hingað til.
Þjálfaranám KSÍ er byggt upp á námskeiðum frá KSÍ 1 og upp í KSÍ A. Hvert stig færir þjálfurum
réttindi til þjálfunar á ákveðnu aldursstigi. Túfa og Óskar hafa verið duglegir síðustu ár að taka öll þau
námskeið sem í boði eru og nú hafa þeir uppskorið ríkulega.