Túfa búinn að framlengja um tvö ár

Serbinn Túfa eða Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Túfa er 28 ára gamall og getur leikið bæði á miðjunni og í bakverði en hann kom fyrst til KA fyrir sumarið 2006.

Síðan þá hefur hann leikið 61 leik í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark.