Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvær KA-stelpur á æfingar sem fram fara um
komandi helgi.
Það eru þær Karen Birna Þorvaldsdóttir sem er á eldra ári í þriðja flokki kvenna og Helena Jónsdóttir sem er á
yngra ári.
Stelpurnar munu æfa tvisvar um komandi helgi, á laugardegi í Kórnum í Kópavogi og svo á sunnudaginn í Egilshöll.
Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með viðurkenninguna og vonandi ná þær að sýna hvað í þeim
býr um helgina.
Samsett mynd: Markvörðurinn Helena til vinstri og miðjumaðurinn Karen Birna til
hægri.