Strákarnir fagna einu af sex mörkum sínum gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum
Annar flokkur fer suður um helgina og leikur tvo hörkuleiki í A-deildinni. Strákarnir byrjuðu tímabilið með flottum leik gegn Stjörnumönnum
þar sem þeir unnu sannfærandi 6-0 og vonandi er að lærisveinar Míló nái að fylgja því eftir og koma heim sigra.
Fyrri leikurinn er gegn Breiðablik í Kórnum á laugardag kl. 16:00 en sá síðari daginn eftir gegn Fylki á Fylkisvelli kl. 14:00.
Blikarnir eru búnir að spila einn leik þar sem þeir gerðu jafntefli við Skagamenn en Fylkismenn hafa gert jafntefli við Fjölni/Björninn og tapað fyrir
Val.
Við óskum strákunum góðs gengis í leikjunum.