Á mánudaginn, annan í hvítasunnu er fyrsti leikur KA í 1. deildinni í sumar og er hann gegn Fjarðabyggð. Leikurinn fer fram í Boganum
sökum þess að Akureyrarvöllur er ekki í nógu góðu ásigkomulagi og leikurinn hefst kl. 17:00.
Fjarðabyggð: Þeim er spáð 4. sæti í spá fyrirliða og þjálfara á Fótbolta.net. Miklar breytingar hafa verið
í herbúðum Fjarðabyggðar. Meðal annars er Þorvaldur Örlygsson tekinn við Fram en í

hans stað tók Magni Fannberg við liðinu. Magni hefur litla
reynslu af því að þjálfa meistaraflokk og verður erfitt fyrir hann að feta í fótspor Þorvaldar en hann náði einmitt besta
árangri Fjarðabyggðar frá upphafi á síðustu leiktíð, eða 5. sæti í 1. deildinni.
Liðið hefur einnig misst sterka leikmenn í lið í Landsbankadeildinni en hafa þó fengið nokkra leikmenn til liðs við sig. Á
undirbúningstímabilinu léku Fjarðabyggð í A-deild – riðil 4 í Lengjubikarnum. Þar voru þeir með Fylki, HK, Keflavík,
Njarðvík og Stjörnunni í riðli. Fjarðabyggð endaði þar í fjórða sæti af sex liðum, með einn sigurleik, þrjú
jafntefli og eitt tap. Styrkleikar liðsins eru sterk vörn og hefur markvörður þeirra Srdjan Rajkovic reynst þeim mikilvægur en fyrir framan hann mynda Andri
Hjörvar Albertsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson afar sterkt miðvarðapar.
Aftur á móti er sóknin hjá þeim ekki eins skæð og á síðustu leiktíð og gæti reynst þeim höfuðverkur
í sumar.
Lykilmenn: Srdjan Rajkovic, Haukur Ingvar Sigurbergsson og Guðmundur Atli Steinþórsson.
Síðustu fimm leikir Fjarðabyggðar:
4. maí |
Fjarðabyggð 5 - 0 Völsungur |
27. apríl |
Fjarðabyggð 2 - 0 Leiknir F. |
5. apríl |
Fjarðabyggð 1 - 2 Tekstilshik |
1. apríl |
Fjarðabyggð 2 - 0 Víkingur Ó. |
28. mars |
Fjarðabyggð 2 - 3 Fylkir |
KA: Á undirbúningstímabilinu lék liðið í A-deild – riðil 3. í Lengjubikarnum. Þar endaði liðið í
þriðja

sæti af sex. En KA
voru í riðli ásamt Fram, Haukum, ÍA, KS/Leiftri og Þrótti. Liðið vann tvo leiki, annan gegn úrvalsdeildarliði Þróttar og hinn
gegn KS/Leiftri, svo gerði liðið jafntefli við Fram og beið síðan lægri hlut fyrir ÍA og Haukum. KA sigraði síðan Powerademótið
2008 um miðjan febrúar þar sem liðið vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli.
Í lok mars fór liðið síðan í æfingaferð til Portúgal þar sem var æft af krafti og spilaðir nokkrir
æfingaleikir.
KA er spáð 8. sæti í spá fyrirliða og þjálfara á Fótbolta.net. Nú er það bara í höndum liðsins að
afsanna þessa spá og vera í efri hlutann. KA liðið er ungt og efnilegt og getur á góðum degi unnið hvað lið sem er í deildinni.
Leikmönnum liðsins hungrar í að ná góðum árangri í sumar og bæta fyrir það síðasta. Stemmingin í hópnum er
góð og ríkir mikil eftirvænting hjá leikmönnum, stuðningsmönnum og öllum sem koma að liðinu fyrir komandi sumri.
Síðustu fimm leikir KA:
4. maí |
KA 7 - 6 Þór (vító) |
Oliver Jaeger, Andri Fannar (víti) |
24. apríl |
KA 1 - 3 HK |
Haukur Hinriksson |
13. apríl |
KA 7 - 1 KS/Leiftur |
Steinn G 2, Almarr 2, Norbert, Arnar, Norbert Guðmundur Óli |
3. apríl |
KA 3 - 1 Portúgalskt lið |
Orri, Haukur Heiðar, Almarr
|
31. mars |
KA 0 - 2 Fjölnir |
|
KA - Fjarðabyggð - Boginn, 17:00, Mánudaginn 12. maí
Dómari: Eyjólfur M Kristinsson
Aðstoðardómarar: Kristján Tryggvi Sigurðsson og Jan Eric Jessen
Eftirlitsmaður: Grétar Guðmundsson
Aðrir leikir í fyrstu umferðinni:
Mánudagur:
Haukar – Víkingur Ó.
Njarðvík – Stjarnan
Víkingur R. – Stjarnan
ÍBV – Leiknir R.
Þriðjudagur:
Þór – KS/Leiftur
- aðalsteinn halldórsson.