Tveir frá KA á U16 úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr þriðja flokki karla hjá KA hafa verið valdir í úrtakshóp U16 ára landsliðs karla sem æfir tvívegis í Boganum um komandi helgi.

Þjálfari liðsins er Freyr Sverrison en hópurinn samanstendur af leikmönnum einungis af Norðurlandi.

Fulltrúar KA í hópnum eru þeir Arnór Dagur Dagbjartsson og Sigurjón Einar Harðarson en báðir eru þeir fæddir árið 1994 eins og aðrir í hópnum.

Við óskum strákunum góðs gengis um helgina.

Mynd: Sigurjón (t.v.) og Arnór (t.h.) í skoðunarferð á Anfield, heimavelli enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.