Eftir dapra byrjun náði annar flokkurinn að rífa sig upp og landa tveimur sigrum og þá er boltinn farinn að rúlla hjá báðum liðum
þriðja flokks. B-liðið hjá öðrum flokk hefur þó ekki hafið keppni en leiknum þeirra gegn ÍR var frestað til 14. júní.
3. flokkur - Vefsíða þriðja flokks
- A-deildin hjá A-liðinu
- Riðill A hjá B-liðinu
KA(A) 1 - 1 Fylkir
0-1
Fylkir (17)
1-1 Árni Arnar Sæmundsson (89)
KA(B) 0 - 2 Fylkir
0-1
Fylkir (Víti) (46)
0-2
Fylkir (53)
Rautt spjald: Ari Steinn Árnason (KA) (45)
2. flokkur - Vefsíða annars flokks
- A-deildin hjá A-liðinu
- B-liðsriðillinn
KA(A) 2 - 0 Fylkir
1-0
Númi Stefánsson (25)
2-0 Arnór Egill Hallsson (60)
Steinþór
Haukur He. - Aðalbjörn - Sigurjón - Davíð J.
Orri - Davíð R. - Kristinn - Magnús Blö.
Arnór
Númi
Góð frammistaða hjá strákunum sendi ríkjandi Íslandsmeistarana í Fylki heim tómhenta en greinilegt var á stemningunni innan liðsins
að strákarnir ætluðu að koma til baka eftir að hafa einungis náð einu stigi af sex mögulegum í leikjunum á undan. Númi og
Arnór skoruðu mörkin og þá misnotuðu KA-menn einnig vítaspyrnu í lok leiksins.
KA(A) 4 - 3 Víkingur/Berserkir
1-0
Sjálfsmark (18)
2-0 Arnór Egill Hallsson (25)
2-1
Víkingur/Berserkir (51)
2-2
Víkingur/Berserkir (53)
3-2 Númi Stefánsson (65)
4-2 Arnór Egill Hallsson (Víti) (89)
4-3
Víkingur/Berserkir (91)
Steinþór
Magnús Bi. - Aðalbjörn - Sigurjón - Davíð J.
Orri - Davíð R. - Kristinn - Magnús Blö.
Arnór
Númi
Eftir að hafa tapað á móti Víkingunum fyrir sunnan kom ekki til greina hjá þeim að tapa stigi á
heimavelli en leikurinn var í Boganum eins og Fylkisleikurinn. KA-menn byrjuðu vel og var fyrri hálfleikurinn prýðilega leikinn, fyrsta
markið kom á 18. mínútu þegar varnarmaður Víkinga skallaði aukaspyrnu frá Davíði Rúnari í netið og fáeinum
mínútum síðar jók Arnór Egill svo forystuna og þannig var í hálfleik. Strákarnir virtust svov gefa eftir í þeim
síðari og hleyptu Víkingunum inn í leikinn með því að leyfa þeim að jafna. Númi kom KA-mönnum aftur yfir og svo skoraði
Arnór Egill úr víti og staðan orðin 4-2 áður en Víkingar náðu að klóra í bakkann á lokaandartökum
leiksins.
Næstu leikir:
Bæði lið þriðja flokks eiga erfiða útileiki fyrir höndum.
A-liðið:
Breiðablik - KA, föstudaginn 30. maí: 18:30
Fram - KA, sunnudaginn 1. júní: 12:00
B-liðið:
Breiðablik - KA, föstudaginn 30. maí: 20:00
Næstu leikir hjá öðrum flokknum eru heimaleikir á KA-vellinum.
A-liðið:
KA - ÍA, fimmtudaginn 5. júní: 20:00
KA - Höttur/Spyrnir (Bikar) fimmtudaginn 12. júní: 20:00
B-liðið:
KA - ÍR, laugardaginn 14. júní: 17:00