Tvö frábær KA mörk! (myndbönd)

Örn Kató í leik 2004
Örn Kató í leik 2004
Við KA menn kunum að skora mörk og oftar en ekki gerum við það með stæl. Fyrra markið er mark Örn Kató Haukssonar fyrrum leikmanns KA sem skoraði trúlega eitt það flottasta árið 2003 á KR-vellinum þegar að hann smellti boltanum uppí samúel af löngu færi.

"allann daginn skot" sagði Kató um markið og vísaði því til föðurhúsana að um misheppnaða sendingu hafi verið að ræða. Stöð2 afhenti okkur myndirnar en undir er lýsing Arnars Björnssonar og Loga Ólafssonar en leikurinn var í beinni útsendingu.

Seinna markið er mark Brian Gilmour gegn Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum í júní síðastliðnum en skotinn knái smellti boltanum í netið af löngu færi og það þarf ekki að deila um það að þarna var skot á ferðinni! Flameboypro tók upp leikinn og kunnum við honum þakkir fyrir að láta okkur fá þetta frábæra mark.