U 17 kvenna: Sólveig og Fjóla á æfingar

U 17 kvenna
U 17 kvenna

Þorlákur Árnason þjálfari U 17 kvenna hefur valið 2 hópa til að mæta til æfinga komandi helgi. Annar hópurinn eru stelpur sem fæddar eru 1995 og hinn hópurinn eru stelpur fæddar 1996. KA á 2 fulltrúa í 1996 hópunum en það eru Fjóla Björk Kristinsdóttir markmaður og Sólveig María Þórðardóttir miðjumaður.

 

Fjórar stelpur frá KA fóru á æfingar þegar Þorlákur kom norður í Janúar og hafa Sólveg og Fjóla verið valdar áfram úr þessum hóp.

Fyrir sunnan verða 2 æfingar eða réttar sagt tveir æfingaleikir þar sem 1995 spilar á móti 1996. Annars vegar er spilað kl 15.00 á laugardaginn og kl 9.00 á sunnudaginn.

Fjóla Björk er markmaður eins og fyrr segir. Síðasta sumar var hún markmaður 4.fl og einni spilaði hún nokkra leiki með 3.fl kvenna. Þrátt fyrir að vera markmaður þá skoraði Fjóla 4 mörk með 4.fl síðasta sumar.

Sólveig María er leikmaður sem getur leyst allar stöður en hefur aðalega verið að spila sem miðjumaður eða Hafsent. Eins og Fjóla þá var Sólveig í 4.fl kvenna síðasta sumar en hún spilaði einni stórt hlutverk með 3.fl kvenna.

Því miður þurfti Fjóla Björk að draga sig út úr þessum hóp þar sem hún hefur verið að glíma við meiðsli í vetur.

Sólveig (vinstra meginn) Fjóla (hægra meginn)