10.05.2012
Með 0-1 tapi gegn Georgíu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópukeppninnar í fótbolta í dag er ljóst
að Ísland er úr leik. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli til þess að fara áfram í undanúrslit keppninnar eftir að
Þjóðverjar unnu Frakka 3-0 en það voru Georgíumenn sem höfðu sigur. Ævar Ingi Jóhannesson spilaði nær allan leikinn í dag en
Fannar Hafsteinsson var á varamannabekknum.