U-17 landsliðið komst ekki í milliriðil

Gauti stóð sig mjög vel á Möltu.
Gauti stóð sig mjög vel á Möltu.
U-17 landslið karla í knattspyrnu lenti í 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Möltu, sem lauk í gær. Liðið spilaði þrjá leiki - gegn Portúgal, Noregi og Möltu - tapaði leikjunum gegn Portúgal og Noregi en hafði sigur á Möltu. Fulltrúi KA í liðinu, miðvörðurinn Gauti Gautason var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og spilaði leikina til enda og stóð sig að sjálfsögðu mjög vel, samkvæmt okkar upplýsingum.