Lára í sólinni í Búlgaríu
Stelpurnar í U-17 landsliðinu rúlluðu yfir Ítalíu í síðasta leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar í dag.
Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og glæstur 5-1 sigur fleytti liðinu í næsta skref keppninnar. Lára Einarsdóttir kom
inná í stöðunni 3-1 og náði þar með sínum öðrum landsleik.
Stelpurnar eru nú komnar í milliriðla þar sem 16 bestu löndin munu keppa um sæti í undanúrslitum. Fara milliriðlarnir fram
í apríl á næsta ári.
Mörkin skoruðu Aldís Kara Lúðvíksdóttir, FH (4) og Telma Þrastardóttir, Aftureldingu (1).