Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U18 ára landsliðs karla hefur valið landslið sitt er tekur þátt í æfingamóti á
Tékklandi í lok ágúst. KA-menn eiga tvo fulltrúa í liðinu, þá Andra Fannar Stefánsson og Hauk Heiðar Hauksson.
Báðir hafa þeir komið mikið við sögu hjá meistaraflokknum í sumar, Andri er búinn að leika ellefu leiki og skora í þeim
tvö mörk, en Haukur er kominn með fimmtán leiki.
Andri á að baki sjö U17 ára landsleiki en þetta er í fyrsta sinn sem Haukur er valinn í liðið en hann hefur staðið sig mjög vel
í hægri bakverðinum hjá KA í sumar.
Liðið heldur út 25. ágúst á umrætt æfingamót í Tékklandi en þeir eru með Tékklandi, Noregi og Ungverjalandi
í riðli.
Mynd: Haukur til vinstri og Andri til hægri.