Umfjöllun, tölfræði og Myndir: Blika sigur í boganum

Nýju andlit KA í leiknum f.v Hafþór Þrastarson, Elvar Páll Sigurðsson og Ágúst Örn Arnarson
Nýju andlit KA í leiknum f.v Hafþór Þrastarson, Elvar Páll Sigurðsson og Ágúst Örn Arnarson

Það var margt um manninn í boganum í dag þegar Íslandsmeistararnir kíktu í heimsókn, en fjöldinn hefur ekkert með það að gera að Blikar voru í heimsókn, fólk mætti frekar til að sjá eitt elsta dómaratríó veraldar með Kristin Jakobsson í broddi fylkingar.


3 ný andlit voru sjáanleg í byrjunarliði KA, það voru þeir Hafþór Þrastarson sem kom frá FH á láni vikunni, Elvar Páll Sigurðsson og Ágúst Örn Arnarson en báði komu þeir frá mótherjum okkar í dag, Breiðablik og vissulega hefur ákveðin geðshræing átt sér stað hjá þessum drengjum í byrjun því þeir jú æfðu með blikum þangað til á föstudag.

Leikurinn var ekki beint mikið fyrir augað og var frekar rólegur, Blikarnir reyndu að mænudeyfa alla viðstadda með svo kölluðum vöggubolta en vöggubolti er fyrirbrigði af fótbolta sem snýst um að svæfa andstæðinginn, en KA menn voru sprækir varnarlega og létu þá ekki deyfa sig.


Fyrstu 20 mínúturnar þróaðist leikurinn svipað og leikur Barcelona og Arsenal í liðinni viku, en ef einhver hefur spurningar um þróun þess leiks getur hann haft samband við Pétur Ólafsson eða Óskar Bragason þjálfara 3 flokks og Arsenal aðdáendur. 

Á 23 mínútu fékk Kristinn Steindórsson gott færi þegar hann fékk boltann óvænt rétt fyrir utan teig og tók nokkur skref með boltann og hamraði honum svo í stöngina með tánni.

Við þetta fengu KA menn smá kraft í rassgatið og héldu til sóknar, nýi maðurinn Elvar Páll átti skot í þverslá eftir sendingu út í teiginn frá Andrési Vilhjálmssyni, nokkrum mínútum síðar fengu KA menn honrspyrnu sem barst inní boxið og eftir smá darraðadans fór boltinn í netið en Kristinn Jakobsson flautaði eftir brot á Ingvar Kale markmanni Blika sem dívði sér eins og rússneskur ólympíumeistari inní hrúgunna og öskraði svo eins og japanskur pandabjörn og uppskar aukaspyrnu, vel gert hjá Kale sem fékk 9.5 fyrir dívu frá Auðunni Víglundssyni áhugamanni um dívingar.

Hvort sem það var öskrinu að þakka eða ekki komustu blikar yfir á 35 mínútu þegar Kristinn Steindórsson hljóp upp kantinn gaf boltann inná miðjunna á hinn einnkar smávaxna Hauk Baldvinsson sem fékk ágætis tíma fyrir utan teiginn og ákvað svo að leggja hann í fjær hornið framhjá Sandor og staðan orðin 0-1.

Fyrri hálfleikur rann út við þetta mark og ekkert gerðist þar til ágætur flautuleikari leiksins flautaði til hálfleiks. Í hálfleik leit allt út fyrir að Ólafur Kristjánsson hafði hent sér á dansnámskeið og ákvað að sína sínum mönnum afraksturinn í hálfleik, hann baðaði höndunum út og suður og að sjálfsögðu dillaði hann mjöðmunum með.

Dansinn hefur farið eitthvað ílla í Blikana því þeir komu hálf vankaðir til leiks í seinni hálfleik og KA menn virkilega sprækir fyrstu 15 mínúturnar og virtust vera staðráðnir í því að sýna blikunum hvar jónas keypti ölið. KA héldu boltanum vel og flott spil manna á milli en alltaf vantaði hársbreidd uppá úrslitasendinguna.

Á 60 mínútu kom svo rothögg þegar Rafn Andri Haraldsson fékk boltann fyrir utan teig og lagði hann í hornið framhjá Sandor, keimlíkt og fyrra markið og en fengu blikar meiri tíma en æskilegt er.

Eftir markið settu blikarnir í gír sem þeir eru betur þekktir fyrir og sýndu mjög góða takta en vanarleikur KA var vel með á nótunum þangað til á 86 mínútu þegar samandið slitnaði í vörninni og Guðmundur Kristjánsson slapp í gegn og lagði hann framhjá Sandor.

Leikurinn fjaraði út og lauk með 3-0 sigri Breiðabliks. 

Bestu menn KA voru að mati undirritaðs Haukur Heiðar Hauksson og Elvar Páll Sigurðsson, sem kom gífurlega sterkur inn í liðið og gaf allt í þetta.


Tölfræði

Skot (á mark):

KA: 4(2)

Breiðablik: 10(5)


Skot KA (á mark):

Hallgrímur: 2(1)

Elvar Páll: 1(1)

Ágúst Örn: 1(0)


Varin skot KA (af):

Matus Sandor: 1(5)


Hornspyrnur:

KA: 5

Breiðablik: 4


Aukaspyrnur:

KA: 7

Breiðablik: 9


Rangstöður KA:

Ágúst Örn: 2

Hallgrímur: 1

Elvar Páll: 1

KA liðið lítur betur og betur út með hverjum leiknum og alveg greinilegt að Gunnlaugur nær vel til manna. 

Svo vil ég hvetja menn til að skrifa athugasemdir (undir nafni) og segja sína skoðun ekki bara sömu 5-6 einstaklingarnir sem láta heyra í sér af um 4-500 manns sem lesa, því allir hafa skoðanir, hérna er staðurinn til að láta vita af þeim, en allt yfirdrull skal vera í lágmarki og ef fólk fer yfir línuna eða skrifar ekki undir fullu nafni þá verður athugasemdinni eytt.







Fleiri myndir frá Sævari Geir Sigurjónssyni má sjá hér!