Umfjöllun: FH - KA

Á undanförnum árum hefur KA spilað tvisvar gegn FH í bikarkeppninni og unnið í bæði skiptin. Árið 2001 vann KA 3-0 í Kaplakrika og svo árið 2004 vann KA 2-1 á Laugardalsvelli. Báðir þessir leikir voru í undanúrslitum og þar með komst KA í bikarúrslitaleikinn en náði ekki að landa titlinum. Umfjöllun frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni.
Kaplakriki, 1 júlí 2010
Logn, rigning á köflum og völlurinn flottur.
Starting:

                        Sandor (F)
Haukur He. - Janez - Þórður - Magnús Blö.
Dean  - Túfa - Haukur Hi. - Stubbs
                Guðmundur Óli
                   David Disztl

Það var jafnræði með liðinum í upphafi leiks og það má segja að það voru eitthvað um hálffæri fyrstu 15 mínútur leiksins. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu FH-ingar meira í sig veðrið og fengu nokkur hættuleg færi en á 19 mínútu varði Sandor skot Atla Guðnasonar í horn.  Haukur Hinrikson gerði vel þegar hann komst fyrir skot Matthíasar Vilhjálmssonar en hann var kominn í ákjósanlegt færi á vítateig KA manna.
Sóknir FH-inga fóru að þyngjast um miðjan fyrri hálfleik og Sandor bjargaði oft vel, hann varði skalla Björns Daníels ásamt því að verja vel skot frá Ólafi Pál og Hirti Loga. FH-ingar fengu einnig nokkrar hornspyrnur sem ekkert markvert varð úr.
Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn komust KA-menn meira inn í leikinn og áttu ágæt sókn á 30 mínútu þar sem FH-ingar vörðust vel tveim hornspyrnum sem KA menn fengu. Alan Stubbs gerði vel á 36 mínútu þegar hann lék á varnarmann FH og skaut góðu skoti rétt yfir mark FH-inga.
FH endaði fyrri hálfleikinn betur en þeir komust í ágætis færi undir lok fyrri hálfleiks, fyrst skallaði Atli Viðar framhjá og svo skaut Atli Guðnason framhjá.

Svo virtist sem leikskipulag KA-manna hafi gengið ágætlega í fyrri hálfleik þó svo að FH hafi verið betri aðilinn. KA-menn vörðust vel og því var staðan í hálfleik 0-0.
KA gerði breytingu í hálfleik þar sem Magnús Blöndal fór af velli og Andri Fannar kom í hans stað. Magnús var búinn að standa sig vel í leiknum og því hlýtur hann að hafa farið meiddur af velli. Andri fór á miðjuna, Guðmundur fór á hægri kantinn, Dean fór á vinsti kantinn og Alan Stubbs fór í vinstri bakvörðinn í stöðu Magnúsar.

FH byrjaði seinni hálfleikinn með miklum krafti og sóttu stíft, þeir uppskáru svo mark á 52 mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði eftir sendingu Atla Guðnasonar, Ólafur renndi sér á eftir boltanum og skoraði af stuttu færi. 1-0 fyrir FH.
FH sótti áfram og fengu góð færi en Sandor varði vel í tvígang frá Matthías Vilhjálmssyni. Hinu megin fékk David Didszl gott færi en hann náði ekki að koma nógu góðu skoti á mark FH-inga.
Á 60 mínútu fengu KA menn gott færi þar sem Alan stubbs átti flotta sendingu innfyrir á David Didszl sem skallaði framhjá en þar fór gott tækifæri forgörðum.
Matthías Vilhjálmsson skoraði svo á 68 mínútu eftir varnarmistök hjá Stubbs þar sem hann ætlaði að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Matthías komst einn í gegn og skoraði framhjá Sandor, 2-0.
Útlitið var orðið svart fyrir KA-menn þar sem FH var búið að vera sterkari aðilinn og sóknir KA manna voru ekki nógu hitmiðaðar.
FH komst í 3-0 á 75 mínútu þegar Ólafur Páll Snorrason skoraði en boltinn barst til hans í vítateig KA-manna og átti hann ekki í neinum erfileikum með að koma tuðrunni í netið.
KA menn gerðu breytingar þar sem David Ditzsl fór útaf fyrir Orra og Hallgrímur kom inn fyrir Tufa. Leikurinn breyttist lítið eftir það en FH-ingar fengu nokkur ágætis færi sem þeir náðu ekki að nýta og því varð niðurstaðan 3-0 fyrir FH. Því miður eru KA menn dottnir út úr bikarnum þetta árið en FH-ingar voru einfaldlega númeri of stórir fyrir KA.


Leikurinn var í heildina þokkalegur á köflum, þá sérstaklega fyrri hálfleikur en svo virtist sem leikskipulagið hafi gengið upp þar. KA menn vörðust vel, komust inn í sendingar og fóru fyrir skot.  Í seinni hálfleik vörðust KA menn ekki eins vel og það var mál manna að Alan Stubbs væri betur settur á kantinum heldur en í vinstri bakverði þar sem tvö af mörkum FH-inga komu hans megin varnarinnar, annað eftir lélega staðsetningu og hitt eftir „vindhögg“ ef svo má að orði koma. Spurning er hvort það hefði verið hægt að leysa stöðu Magga Blö á annan hátt. Það vantaði ögn meiri sigurvilja og baráttu þegar líða tók á seinni hálfleikinn en í raun spiluðu FH-ingar vel á köflum enda margfaldir íslandsmeistarar á ferðinni.
Þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk var Sandor besti maður KA í leiknum ásamt Tufa.

Það er hægt að skipta leiknum upp í nokkra hluta:
0-15 mín: Jafnræði með liðunum.
15-30 mín: FH mun betri.
30-45 mín: KA komst inn í leikinn en FH-ingar betri.
45-90 mín: FH töluvert betri.

Mörk
FH - Ólafur Páll Snorrason (75)
FH - Matthías Vilhjálmsson (68)
FH - Ólafur Páll Snorrason (52)

Áminningar
  FH - Hafþór Þrastarson (50)
  KA - David Disztl (34)

Hornspyrnur
FH 13
KA 5

Skot á mark
FH 14
KA 5

Skot framhjá
FH 15
KA 2