Umfjöllun: Fjarðabyggð - KA

Úr leiknum á föstudag.
Úr leiknum á föstudag.
Umfjöllun um leik Fjarðabyggðar og KA sem Tryggvi Gunnarsson skrifaði. Sævar Geir Sigurjónsson fór austur með liðinu vopnaður myndavél og þær myndir eru á leiðinni.




Fjarðabyggð 1 - 0 KA
0-1 Aron Már Smárason





Sandor (F)

Haukur He. - Janez - Haukur Hi. - Magnús Blö.
Dean M. - Guðmundur Ó. - Stubbs - Hallgrímur
Andri Fannar
David Disztl



Varamenn: Þórður Arnar(Orri 84. mín), Davíð Rúnar Bjarnason, Orri Gústafsson(Dean 9. mín), Steinn Gunnarsson(David 60. mín), Sigurjón Fannar Sigurðsson.

KA spila á móti sterkum vindi.

6. mín: David Disztl fékk boltann inn í teig og í staðinn fyrir að snúa af sér varnarmenn og klára með skoti reyndi hann að fiska víti.

9. mín: Dean fer meiddur af velli og inn kemur Orri Gústafsson

12. mín: Fjarðabyggð áttu gott skot úr aukaspyrnu.

32. mín: Eftir góða sókn hjá KA átti Guðmundur Óli skot en rétt yfir.

37. mín: David fékk góða sendingu inn fyrir vörnina en markvörðurinn varði vel.

38. mín: Fjarðabyggð fá dauðafæri eftir þríhyrningsspil en Janez kemst fyrir skotið.

Niðurstaða í fyrri hálfleik KA-menn ívið sterkari en gekk erfiðlega að halda bolta í þessum vindi.
---
60. mín: David Disztl fer útaf og Steinn Gunnarsson inn.

67. mín: Fjarðabyggð með skot úr vítateignum en rétt framhjá.

70. mín: Andri með laust skot úr aukaspyrnu.

73. mín: Guðmundur með skot sem markvörðurinn varði mjög vel.

80. mín: Mark hjá Fjarðabyggð. Sending fram og leikmaður Fjarðagyggðar renndi honum framhjá Sandor.

85. mín: Orri fer útaf og Þórður in.

Niðurstaða KA miklu meira með boltann en ekkert að gerast framávið. Framlínumenn alls ekki að bjóða sig til að fá boltann. Miðjumenn hugmyndasnauðir í aðgerðum sínum. Varnarmenn missa einbeitingu og Fjarðabyggð skorar mjög svo einfalt mark. Niðurstaðan: Gríðarleg vonbrigði.