Umfjöllun: Fjölnir - KA

Frá leiknum á laugardag - David D í baráttunni
Frá leiknum á laugardag - David D í baráttunni
Það er óhætt að fullyrða að leikur okkar gegn Fjölni sl. laugardag hafið verið koflóttur, fyrri hálfleikur mjög dapur, sá seinni mjög góður.

Okkar lið var svona skipað.

Sandor, Haukur Heiðar, Þórður, Haukur Hinrikss, Sissi, Túfa, Davíð Rúnar, Steinn, Orri, David.  Inná komu JónHeiðar fyrir Deano á 78 mín og Jóhann Örn fyrir Davíð á 88 mín.

Já fyrri halfleikur var erfiður  og má sem dæmi nefna að eftir 11 mín höfðu heimamenn fengið 8 hornspyrnur og við átt skalla í vinkil okkar marks !  Okkar leikmenn virtust ekki hafa trú á því að þeir gætu staðið í hárinu á heimamönnum. Vissulega áttum við þó eitt gott færi þegar Orri fékk boltann á vítateig heimamanna en skot hans fór illu heilli í lúkurnar á markverði Fjölnismanna.

Tvo–núll forusta Fjölnis í hálfleik var s.s fyllilega verðskulduð og menn bjuggust við hinu versta í seinni hálfleik.  Sóknir Fjölnis buldu á okkur og Sandor var í fínu standi í markinu og kom í raun í veg fyrir að staðan væri verri en hún var.

Það var hinsvegar eins og nýtt KA lið mætti til leiks í seinni hálfleik og tókum við algjörlega við stjórn leiksins.  Nú voru það leikmenn Fjölnis sem litu út eins og menn sem ekki þorðu.  Ágangur okkar bar loks árangur þegar David Disztl skoraði sitt sjöunda mark í sumar og fyrra mark okkar á 52 mín.  David náði þá að afgreiða góða aukaspyru Hauks Heiðars í netið.  Skömmu síðar komst kappinn  aftur í kjörið tækifæri en en Hrafn í marki Fjölnis sá við honum og varði mjög vel.  Á þessu tímabili vorum við í stórsókn og oft  skall hurð nærri hælum við mark Fjölns ásamt því sem línuvörðuinn var oft ótrúlega glaður með flaggð sitt og veifaði hann því í gríð og erg.  Á 65 mín kom svo óhjákvæmilegt jöfnunarmark okkar, eftir þunga sókn barst boltinn út fyrir vítateig þar sem Túfa kom nelgdi boltanum óverjandi í fjærhornið.  Staðan því orðin 2-2 og menn kátir innan vallar sem utan.

Etfir þennan mikla sóknarþunga dró aðeins af okkur,  kannski eðlilega og leikurinn virtist vera að fjara út með jafntefli. Heimamenn  ná þó vænlegri í sókn sem endar með því að þeir skora sigurmarkið á 88 mín, var þar að verki Styrmir Árnason svo því sé hér haldið til haga.

Tap því staðreynd og í raun vonbrigið því okkar menn unnu sig vel inní leikinn og úr því sem komið var hefði jafnteflið verið mjög gott.  Menn eiga skilið hrós fyrir “upprisuna,, í seinni hálfeik.  Ég ætla ekki að gera mikið upp á milli leikmanna en vissulega var Sandor öflugur þegar Fjölnismenn voru í stórsókn í fyrri hálfleik.
  
Við eigum hinsvegar eftir skemmtilegt prógram, getum og munum hafa helling að segja í komandi leikum.  Í heimsókn eiga eftir að koma Leiknir, Víkingur og við eigum á Þórsvöll.  Endum á því að heimsækja svo ÍA en það verður eftir fyrstu göngur !

Áfram KA.