Umfjöllun: Fyrsta tvenna KA í sumar!!!

KA-Fjölnir
KA-Fjölnir
Þar sem engar myndavélar voru á vellinum verða engar svipmyndir úr leiknum að þessu sinni. Hinsvegar erum við með tölfræði úr leiknum sem sýnir nokkuð góða mynd af leiknum. Með því að smella á fréttina má sjá nánari umfjöllun um leikinn. Þegar KA og Fjölnir mættust í kvöld var mikið í húfi. KA menn voru að berjast við að ná í stig til að komast upp í topp baráttuna en Fjölnismenn áttu möguleika á því að ná topp sætinu með sigri.

David Disztl var ekki með í dag vegna meiðsla í hæl, verður mjög líklega klár í næsta leik á móti Tindastól, í  hann stað í byrjunarliðið kom Fannar Freyr sem KA fékk á láni frá ÍA. Annars var sama byrjunar lið og á mótið Víking Reykjavík.

KA menn hófu leikinn af krafti og voru líklegri aðilinn fyrist mínúturnar. KA á meðal annars 3 hornspyrnur og 2 góð marktækifæri frá Hallgrími Mar og Davíð Rúnari á fyrstu 6 mín leiksins. En það var síðan á 8 mín þegar Darren tekur aukaspyrnu austan meginn á vellinum, skrúar boltann á fjær stöng þar sem nóg er af Fjölnismönnum. Þeir klafsa þarna með bolta sem endar með að Jóhann Óli leikmaður Fjölnis sendir boltann í eigið mark. Mætti halda að þetta sé eitthvað sem kennt er í Grafavoginum þar sem Gunnar Valur skoraði einkar glæsilegt sjálgsmark fyrir KA fyrri í sumar, en hann kom til KA frá Fjölni fyrir sumarið.

Eftir markið lögðust okkar menn til baka eins og hefur verið gegnum gangandi hjá KA liðinu í fyrri hálfleik síðustu leiki. Fjölnismenn sóttu á mörgum mönnum og KA leyfði þeim dáltið að spil upp kanntana. Fjölnir náði svo að setja mark eftir 17.mín leik þegar Corss kom inn frá hægri og Ásgær Aron fékk nokkuð frían skalla inná teig og setti hann leglega í netið.

Áfram héldu Fjölnismenn að stjórna leiknum. KA menn hinsvegar vörðust vel og Sandor var góður í markinu. Á 35 mín fá Fjölnir hornspyrnu. Þegar hún er tekin fer boltinn klárlega útfyrir endalínu en Aðstoðardómari ákveður að svo sé ekki. Boltinn berst inná teig þar sem bláklæddur leikmaður sparkar aftur fyrir sig og virðist boltinn fara í hönd Darren og vítaspyrna dæmd. Sandor gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna nokkuð auðveldlega og er þetta í annað skipti í sem Sandor ver vítaspyrni í sumar ef ég man rétt.

Það var svo á 37 mín sem Hallgrímur Mar fær boltann á vinstri kanntinum á eigin vallarhelming.. tekur á rás upp völlinn fer fram hjá einum Fjölnismanni og inn að miðju, Þar ákvað Hallgrímur að nóg væri komið af hlaupinu og ákveður bara að skjóta af 30-35m færi, boltinn flöktir vel í loftinu og dettur niður undir lokinn og í markið. Steinar markmaður Fjölnis kom eingum vörnum við enda þrumufleigur hjá Hallgrím sem kemur KA í 2-1. Þannig er staðan í hálfleik.

Seinni háfleikur var rólegur þangað til á loka mín. Fyrir utan hjólhestaspyrnu Fjölnismann sem endaði í slánni og KA menn komu boltanum í burtu.

Á loka mín fengu Fjölnismenn 5 hornspurnur í röð þar sem markmaður þeirra ákvað að fara í sóknina líka. Eftir eina spyrnuna kemur skalli sem virðir vera á leið í markið en þá kom enginn annar en Sandor og náði á ótrúlega hátt að slá boltan yfir markið. Fjölnir nýtti ekki þessar hornspyrnur og Sandor spyrnti boltanum fram í lokinn og Halldór Breyðfjörð dómari leiksins flautar leikinn af. 2-1 niðurstaðan.

Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem KA nær að vinna 2 leiki í röð. Þeir sitja nú í 5.sæti deildarinnar með 22 stig, stigi á eftir Haukum og Þór en þór á 2 leiki til góða. Aðeins 2 stig eru upp í 2.sæti og KA því komnir í baráttu um sæti í pepsi deildinni.

Að lokum: Á tímapunkti sem þessum hafa margir KA menn farið í bjartsýniskast og haldið að nú sé þetta komið. Oftar en ekki hafa þessir bjarsýnu menn fengið skytu frá KA leikmönnum til baka og leikmenn sýnt skelfilega frammistöðu. Við skulum vona það að leikmenn KA séu með það mikinn metnað og hjarta að þei bregðist ekki sýnum stuðningsmönnum og hvað þá sér sjálfum á þessum tímapunkti. Þó svo ekki margir komi á leiki þá eru alltaf kjarni sem mæti og styður við liðið og leikmenn verða bara að halda áfram að stíga upp og gera það sem gera þarf.

Hérna er tölfræðin í leiknum:






Egill Ármann Kristinsson