Mynd: Hilmar Þór/Sport.is
KA og Grindavík áttust við í kvöld í 16-lið úrslitum VISA-bikarsins. KA sló út HK í síðustu umferð og þurftu
þeir framlengingu til þess að slá þá út. Í kvöld ákváðu þeir að spila aðeins lengur og taka eina
vítaspyrnukeppni í leiðinni fyrst þeir voru nú komnir til Grindavíkur.
Vítaspyrnukeppnin:
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði
1-2 Grétar Ólaur Hjartarson skaut yfir
1-3 Haukur Heiðar Hauksson skoraði
2-3 Jóhann Helgason skoraði
2-4 Hallgrimur Mar Steingrímsson skoraði
3-4 Gilles Mbang Ondo skoraði
3-5 Andri Fannar Stefánsson skoraði
4-5 Páll Guðmundsson skoraði
4-5 Sandor Matus skaut yfir
5-5 Ray Anthony Jónsson skoraði
5-6 Orri Gústafsson skoraði
5-6 Auðun Helgason skaut yfir
Sandor (F)
Haukur He. - Janez - Þórður - Magnús Blö.
Andri F - Túfa - Haukur Hi. - Hallgrímur
Guðmundur Óli
David Disztl
Varamenn: Orri Gústafsson(David 81. mín), Arnór Egill Hallsson, Dan Stubbs, Davíð Rúnar Bjarnason, Steinn
Gunnarsson(Túfa 91. mín), Sigurjón Fannar Sigurðsson, Jakob Hafsteinsson.
Leikskýrsla
Umfjöllun á Fótbolta.net
Viðtal við Dínó á Sport.is
Umfjöllun og myndaveisla á Sport.is
Rétt í þessu lauk í Grindavík leik okkar gegn heimamönnum í 16 liða úrslitum í VISA bikarkeppni KSI með sigra okkar manna 5-6 eftir
vítakeppni og bráðabana. Staðan eftir 90 mín var 1-1, eftir 120 mín óbreytt og því kom til vítakeppni þar sem við
reyndumst sterkari.
Leikurinn fór rólega af stað, við héldum okkar aftarlega fórum varlega og heimamenn voru atkvæðameiri í upphafi. Fyrsta færi leiksins
leit dagsins ljós á 17 mín en Sandor varði mjög vel gott skot Jóhanns Helgasonar fyrrum leikmanns okkar KA manna.
Eftir því sem á hálfleikinn leið sóttum við í okkur veðrið og Óskar markvörður heimamanna gerði mjög vel þegar
hann náði að verja hörku skot frá Hauki Hinrikss. á 25 mín. Þar munaði ekki miklu að við næðum forustu í leiknum.
Það var svo á 39 mín að við skorum fyrsta markið í leiknum þegar David Disztl skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir
að Hallgrímur Mar var felldur innan vítateigs. Við s.s. með forustu í hálfleik eftir vel útfærðan fyrri hálfleik þar sem
heimamenn voru meira með boltann en við mjög hættulegir í sóknum okkar.
Seinni hálfeikur byrjaði svipað og sá fyrri þe. heimamenn sækja nokkuð en við erum þéttir fyrir með Sandor í fínu formi
í markinu og Janez sem var algjörlega frábær.
Grindavík náði að jafna metin á 61 mín. og var þar á ferð Grétar Ólafur Hjartarsson sem skoraði með góðu skoti
frá vítateigslínu. Eftir markið sóttu heimamenn nokkuð en við vorum þó alltaf hættulegir í skyndisóknum okkar og
hefðu getað tryggt okkur sigur í lokin en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir góðar tilraunir.
Í framlengingu gerðist lítið, reyndar átti Ondo mjög gott færi sem hann nýtti ekki.
Niðurstaðan því 1-1 eftir 90 min og framlengingu og því farið í vítakeppni.
Við unnum hlutkestið og það því í okkar hlut að taka fyrstu spyrnuna.
Guðmundur Óli skoraði úr fyrstu spyrnu okkar, Grétar Hjartarson skaut yfir fyrir Grindavík.
Haukur Heiðar kom okkur í tveggja marka forustu en Jóhann Helgason minkaði muninn með marki úr annari spyrnu heimamanna.
Hallgrímur Mar kom okkur aftur í tveggja marka forustu en heimamenn skoruðu úr sinni þriðju spyrnu og var þar á ferð Gilles Mbang Ondo staðan
því 2-3 fyrir KA.
Fjórðu spyrnu KA tók Andri Fannar og honum urðu ekki á nein mistök 2-4 fyrir KA og útlitið gott. Páll Guðmundsson tók næstu spyrnu
heimamanna og hann skoraði 3-4 fyrir okkur
Fimmtu spyrnu okkar tók Sandor Matus mark og leikurinn væri búinn, sigur í höfn. Sandor skaut yfir og nú var möguleiki fyrir Grindavík að
jafna. Ray Anthony Jónsson fékk það hlutverk að taka spyrnuna og hann skoraði af öruggi staðan því 4-4 og ljóst að til
bráðabana kæmi.
Örn Gústafsson fékk það hlutverk að taka sjöttu spyrnu okkar og hann brást ekki 5-6 forusta og nú var sko pressa á skyttu
Grindvíkinga sem er þó sennilega þeirri reyndasti maður eða Auðunn Helgason. Hann skaut hátt yfir og KA er því komið í
átta liða úrslit!
Frábær úrslit hjá strákunum, eitthvað sem við getum svo sannarlega byggt á.
Besti maður vallarins var Janez Vrenko en hann pakkaði einum hættulegasta framherja úrvalsdeildar Gilles Mbang Ondo saman í kvöld. Aðrir í okkar
liði léku einnig mjög vel.