Úr leik liðanna í fyrra.
Það var blíðskaparveður þegar KA menn mættu í Breiðholtið til að taka 3 stig með sér norður en ekki gekk áætlun
þeirra upp. ÍR-ingar hirtu öll stigin og eru því taplausir eftir þrjár umferðir og tróna á toppi deildarinnar.
ÍR völlur 22.05.2010
Hiti 13°, logn og sól á köflum.
ÍR 2 – KA 1
1-0 Karl Brynjar Björnsson (14)
1-1 Daniel Alan Stubbs (29)
2-1 Haukur Ólafsson (83)
Rautt spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (KA) (71)
Horn: ÍR 4 – KA 5
Ball possession: ÍR 45% KA 55%
Sandor (F)
Haukur He. - Janez - Haukur Hi. - Sigurjón F.
Dean M. - Steinn G. - Guðmundur Ó. - Stubbs
Andri Fannar
David Disztl
Varamenn: Hallgrímur Mar Steingrímsson(Steinn Gunnarsson), Orri Gústafsson(David Disztl), Kristján Páll
Hannesson(Sigurjón Fannar), Davíð Rúnar Bjarnason, Jakob Hafsteinsson.
Umfjöllun á Fótbolta.net
KA-menn byrjuðu leikinn betur og David Disztl átti skot naumlega framhjá. ÍR-ingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og á 14
mínútu tapaði Guðmundur Óli boltanum á slæmum stað á vallarhelmingi KA, upp úr því fengu ÍR-ingar hornspyrnu.
Boltanum var rent út en þar voru KA-menn sofandi á verðinum, skotið var misheppnað og Karl Brynjar Björnsson náði að breyta stefnu boltans
sem endaði í marki KA-manna, ÍR 1 – KA 0.
Á 20 mínútu komust ÍR-ingar í skyndisókn en Sandor varði vel skot Heimis Snærs sem var sloppinn inn fyrir vörn KA-manna. Bretinn Alan Stubbs
jafnaði metin á 29. mínútu eftir að KA-menn fengu innkast vel inn á vallarhelmingi ÍR-inga. Dean Martin fékk boltann, sendi á Andra Fannar sem
gerði vel með að finna Hauk Heiðar upp í hornið og Haukur senda góðan bolta fyrir markið á fjærstöngina þar sem Alan Stubbs
stangaði boltann einn og óvaldaður niður í fjærhornið, staðan 1 – 1.
Eftir markið sóttu KA-menn meira það sem eftir var af fyrri hálfleik, Haukur Heiðar átti góðan skalla á 33. mínútu sem var vel
varið og Andri Fannar átti gott skot tveimur mínútum síðar sem markvörður ÍR-inga varði á svipaðan hátt. Rétt fyrir
lok fyrri hálfleiks átti Haukur Heiðar ágætt skot í hliðarnetið.
Hálfleikur, ÍR 1 – KA 1.
ÍR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, þeir áttu aukaspyrnu á hægri kant sem Sandor kýldi frá. Á 50. mínútu fer
Steinn Gunnarsson útaf og Hallgrímur kemur inná. Dean átti góðan sprett upp hægri kantinn á 55. mínútu, sendi fínan bolta
fyrir markið sem KA-menn náðu ekki að nýta. Á 62. mínútu fer Sissi útaf og Kristján Páll kemur í hans stað í
vinsti bakvörðinn.
Fátt markvert gerðist þangað til Guðmundur Óli fékk rautt spjald fyrir tæklingu upp í hné en hann var sendur í kalda sturtu á
69. mínútu. Skömmu síðar fór David Ditszl útaf en hann hljóp samtals 800 metra í leiknum ef hann náði því og var hans
leikur slakur að þessu sinni en hann virtist vera þungur á sér. Orri kom í hans stað og hefði skiptingin mátt eiga sér stað fyrr.
Þrátt fyrir liðsmuninn var leikurinn jafn en liðin fengu engin dauðafæri og viritist leikurinn stefna í jafntefli þar til Haukur Ólafsson kom
ÍR-ingum yfir á 83. mínútu en skot hans átti viðkomu í Janez Vrenko og þaðan í netið. Sandor kom engum vörnum við þar
sem boltinn breytti um stefnu, ÍR 2 – KA 1
KA-menn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það vantaði alltaf úrslita sendinguna til þess að fá færi. Þegar
þrjár mínútur voru eftir gátu ÍR-ingar gert út um leikinn þegar þeir komust í dauðafæra á markteig KA-manna en
skotið fór himinhátt yfir.
Í uppbótartíma fengu KA-menn aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Alan Stubbs skaut laflausan æfingabotla og þar rann síðasta tækifæri
norðanmanna út í sandinn.
Lokatölur ÍR 2 – KA 1
Í heildina var leikurinn ágætur, KA-menn sköpuðu sér ágætis færi og áttu fínar marktilraunir í fyrri hálfleik en
miðjan var of langt frá mönnunum. Leikurinn var ekki jafn góður í seinni hálfleik og í þeim fyrri en KA-menn fengu engin almennileg færi
í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik var boltinn nær eingöngu á hægri kantinum hjá Dean en á sama tíma hafði Stubbs
mikið pláss og því hefði verið tilvalið fyrir miðjumenn KA að senda blindan upp í vinstra hornið, bæði til þess að dreyfa
boltanum betur ásamt því að fá meiri ógnun frá „hinum“ kantinum.
Alan Stubbs stóð sig vel og þá sérstaklega í seinni hálfleik, Andri Fannar og Haukur gerðu vel þegar þeir fengu tækifæri til,
Dean er ávallt ógnandi og fer fyrir sínu liði. Hallgrímur kom vel inn í liðið ásamt Orra og áttu þeir góða spretti.
Kristján Páll var fínn í sínum fyrsta leik fyrir KA og fór guli liturinn honum einstaklega vel.
Fréttaritari: Sigurður Skúli Eyjólfsson
Ritari fréttaritara: Rósa María Sigbjörnsdóttir