Umfjöllun: KA 1 - 2 Selfoss

Davíð skoraði mark KA seint í leiknum ©Þórir Tryggva
Davíð skoraði mark KA seint í leiknum ©Þórir Tryggva

KA-menn tóku á móti Selfyssingum í fyrstu deild karla í kvöld í frábæru veðri á Akureyrarvelli. Eins mikið og mig myndi langa að skrifa langa umfjöllun er það bara ekki hægt, en þrátt fyrir 3 mörk gerðist EKKERT nema örfá dómaramistök.

 

Selfyssingar voru meira með boltann í leiknum en bæði lið spiluðu langt undir getu, ekkert gerðist fyrr en á 33. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson fékk boltann innfyrir vörn KA en var þó 10 metrum fyrir innan en virkilega spes línuvörður leiksins flaggaði ekki, Viðar Örn brunaði upp og sendi boltann á Jón Daða Böðvarsson sem lagði boltann í netið og staðan orðin 1-0

KA-menn voru meira með boltann eftir það og náði Haukur Heiðar að fífla Selfyssinga agalega upp úr skónum en skot hans fór víðs fjarri.

Seinni hálfleikur fer seint inn í "Hall of Fame" en núll gerðist þangað til Viðar Örn fékk smá tíma fyrir utan teig og lagði boltann laglega í netið á 65. mínútu og staðan orðin 2-0.

Dómaratríó leiksins fór algjörlega á kostum í leiknum og átti margar margar, margar, margar stórfurðulegar ákvarðanir í leiknum en ég fer ekki lengra í þær bollaleggingar.

En aftur að leiknum. KA-menn færðu sig framar á völlinn síðust 5 mínúturnar og það skilaði marki á 93. mínútu þegar varamaðurinn Orri Gústafsson var felldur í teignum, en á ótrúlegan hátt endaði boltinn á ristinni á Davíð Rúnari Bjarnasyni sem hefur örugglega aldrei skotið svona fast beint upp í þaknetið og var það síðasta spyrna leiksins. Selfyssingar styrktu þar með stöðu sína í 2. sæti en KA siglir sem fyrr í 8.sæti 9 stigum frá falli. KA á eftir að spila fimm leiki og því eru fimmtán stig í pottinum. Næsti leikur er frestaður leikur við Fjölni og verður hann spilaður í Grafarvoginum nk. þriðjudag. Síðan er annar útileikur gegn Gróttu annan laugardag. Tveir heimaleikir verða síðan í september gegn Víkingi Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík en í á milli þessara leikja fara KA-menn á Skagann og keppa þar við heimamenn.