Jakob skoraði tvö og lagði eitt upp í gær.
KA tók á móti Dalvík í æfingaleik í Boganum í gær en þetta var síðasti leikur liðsins á þessu
ári. Skemmst er frá því að segja að KA vann tiltölulega auðveldan 5-0 sigur.
Næsti leikur hjá liðinu er gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins en sá leikur fer fram 8. janúar en eins og við höfum
áður greint frá sendir KA tvö lið til leiks í mótið sem hefst í byrjun janúar og stendur fram í febrúar.
KA 5 - 0 Dalvík
1-0 Arnór Egill Hallsson
2-0 Haukur Heiðar Hauksson
3-0 Jakob Hafsteinsson
4-0 Jakob Hafsteinsson
5-0 Guðmundur Óli Steingrímsson
Steinþór
Haukur H - Janez - Sissi - Jón H
Jakob - Ómar - Davíð R - Ívar G.
Guðmundur Óli
Arnór Egill
Skiptingar: Allar í síðari hálfleik.
Víkingur inn fyrir Ívar
Ásgeir inn fyrir Arnór
Óskar Þór inn fyrir Jakob
Viktor inn fyrir Jón Heiðar
Árni Arnar fyrir Ómar
Arnór Egill kom KA yfir strax í byrjun leiks þegar hann skoraði eftir snarpa skyndisókn sem endaði með stungusendingu frá Jakobi. Haukur Heiðar
skoraði svo annað markið á glæsilegan hátt - tók boltann á kassann og með vinstri stöngin inn.
Næstu tvö mörk skoraði Jakob Hafsteinsson og var síðara markið laglega gert þegar hann vippaði yfir markvörð Dalvíkur.
Guðmundur Óli bætti svo við fimmta markinu og innsiglaði sigurinn undir lok leiksins þegar hann fékk boltann eftir skógarferð hjá markmanni
Dalvíkur og lyfti boltanum yfir hann.