Umfjöllun: KA - Fjarðabyggð

Á rennandi blautum en mjög góðum Akureyrarvelli mættust  KA og lið Fjarðabyggðar í 17 umferð Íslandsmótsins sl. þriðjudagskvöld.

Byrjunarlið okkar var þannig.

Sandor, Maggi Blö, Þórður, Haukur Hinrikss., Jan, Stubbs, Túfa, Andri, Steinn, Haukur Heiðar, David Diszt.  Inná komu Davíð Rúnar fyrir Stein, Jóhann Örn fyrir David og Sissi fyrir Þórð.

Óhætt er að segja að fyrri hálfleikur var algjörlega í okkar eign, gestirnir lágu til baka  við ýttum þeim líka þangað.  Okkar menn sköpuðu sér nokkur góð færi en erfiðlega gekk að koma boltanum yfir þessa blessuðu línu.  Markmaður gestana er góður og hann stóð vaktina mjög vel og ef hann var ekki fyrir þá koma þverslá marks þeirra honum til bjargar þegar Steinn komst í færi eftir að varnarmaður Fjarðarbyggðar rann í hálum vellinum.
Það var óhjákvæmlegt að eitthvað léti undan hjá gestunum en það varð þó ekki fyrr en á 42. mín að KA braut ísinn.  Andri tók þá hornspyrnu og eftir mikið klafs í teignum og eina mjög góða markvörslu Rajkovic í marki Fjarðabyggðar barst boltinn til Steins sem skoraði af stuttu færi.  1-0 forusta okkar í hálfleik en hefði getað verið meiri.

Áhorfendur sem voru ótrúlega margir m.v veður voru því fullir bjartsýni í hálfleik og reiknuðu með meira af því sama frá okkar mönnum í þeim seinni.

Það gekk ekki eftir því miður, okkar menn voru ekki nálægt því að sýna sama leik og þeir höfðu gert í fyrri hálfleik.  Dæmið snérist fullkomlega við, Fjarðabyggð sótti og sótti og í raun varð smá saman ljóst að það væri bara spurning um tíma hvernær þeir næðu að jafna.
Það var þó ekki fyrr en á 64 min sem það gerist.  Gestirnir fengu þá aukaspyrnu við hornið vinstra megin.  Fyrirgjöf kom fyrir markið og Túfa varð fyrir því óláni að reka hausinn í boltann og inn fór hann.   Slysalegt en ekki við Túfa að sakast í raun þetta bara gerðist.
Staðan jöfn og okkar menn eignilega ekki mættir til leiks ennþá í seinni háfleik.
Það fór svo verulega um okkur þegar leikmenn Fjarðabyggðar ná forustu í leiknum aðeins þremur mín. seinna.  Jóhann Benediktsson átti þá mjög góða sendingu frá vinstri yfir til hægri og þar kom á siglingu Finnur Árnason sem skoraði af öryggi í fjærhornið óverjandi fyrir Sandor.  Staðan því orðin 1-2 fyrir gestina og útlitið hreinlega ekki nógu gott.

Við þessar uppákomur vöknuðu hinsvegar okkar menn og fóru aftur að leika sinn eðlilega leik og það var Stubbs sem jafnaði  á 75 min. þegar hann skoraði seinna mark okkar eftir ágætis sókn.
Bæði lið fengu fín tækifæri til þess að skora sigurmarkið í lokamínútunum en markverðir liðanna vorur vel með á nótunum og niðurstaðan því jafntefli 2-2.

Vonbrigði að ná ekki að fylgja góðum fyrri hálfleik eftir en eins og mál þróuðust í þeim seinni má kannksi segja að jafntefli sé ekki ósanngjörn niðurstaða.

KA því áfram í 6 sæti með 23 stig en Fjarðabyggð með 12 stig  í ellefta sæti.   Lið þeirra er þó ekki galið og gæti náð að ógna Gróttu sem er með 17 stig í 10 sæti fyrstu deildar.

Áfram KA