Umfjöllun: KA -Fjölnir

KA-menn fagna sigurmarkinu á föstudag.
KA-menn fagna sigurmarkinu á föstudag.
KA-menn unnu góðan heimasigur á liði Fjölnis sem var taplaust fyrir leikinn en þetta var fyrsti alvöru heimaleikur KA í sumar á glæsilegum Akureyrarvelli. Aðalbjörn Hannesson ritar umfjöllun. Verið er að vinna í myndaveislu ásamt myndbandi af mörkum leiksins.





KA 3 - 2 Fjölnir
1-0 Andri Fannar Stefánsson
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
2-1 David Disztl
2-2 Gunnar Valur Gunnarsson
3-2 Guðmundur Óli Steingrímsson




Sandor (F)

Haukur He. - Janez - Þórður - Magnús Blö.
Andri F - Túfa - Haukur Hi. - STubbs
Guðmundur Óli
David Disztl



Varamenn: Orri Gústafsson(David 69. mín), Davíð Rúnar Bjarnason, Hallgrímur Mar Steingrímsson(Stubbs 85. mín), Steinn Gunnarsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson.

Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrsla

Það var sól og flott fótboltaveður þegar að ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson flautaði leik KA og Fjölnis á.

Fyrsta mark leiksins gerði Andri Fannar eftir flotta sendingu frá Srdjan Tufegdzic en Andri fékk boltann á hægri kantinum, sótti inn völlinn og endaði með að setja boltann hnitmiðað í nærhornið með vinstri.

Fjölnismenn voru þó ekki lengi að jafna metin en stuttu síðar skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir að Fjölnismenn spiluðu sig í gegnum vörn KA vinstra meginn sem endaði með því að Kristinn Freyr setti boltann snyrtilega í fjærhornið.

Það dró til tíðinda á 33. mín þegar að David Disztl var sparkaður niður í teignum eftir hornspyrnu. Kristinn benti á punktinn og stuttu síðar skoraði David sitt annað mark í sumar úr vítaspyrnunni.

Gamli KA-maðurinn Gunnar Valur Gunnarsson var óvaldaður þegar að hann jafnaði leikinn á 62. mín þegar að hann skallaði botlann í hornspyrnu í markið.

Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir átti Andri Fannar góða stungusendingu á Guðmund Óla sem var rétt á undan varnarmanni í boltann en við það rann varnarmaðurinn á hausinn og var því Guðmundur aleinn gegn markmanninum. Guðmundur setti boltann ákveðið í hornið og skoraði þar með sigurmark leiksins.

Eftir markið fóru fleiri Fjölnismenn að sækja sem varð þess valdandi að KA fengu nokkur fín færi úr skyndisóknum en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 3-2. Í heildina þá var þetta nokkuð jafn leikur en KA þó líklega aðeins sterkari aðilinn og því sanngjarn sigur.

Ánægjulegt var að sjá hvað bakvörðurinn Magnús Blöndal stóð sig vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Guðmundur Óli átti marga flotta spretti og reyndist varnarmönnum Fjölnis oft erfiður. Í lok leiks var tilkynnt að Túfa væri maður leiksins en hann lagði upp fyrsta markið með glæsilegri sendingu og var síðan traustur á miðjunni allan leikinn.

Dean Martin þjálfari liðsins var ekki með að þessu sinni en á við meiðsli að stríða. Dean var ánægður með leikinn og að allir börðumst sem einn. Hann var mjög ánægður að hafa náð í þrjú stig bæði fyrir strákana og klúbbinn. Þegar hann var spurður um næsta leik þá sagðist hann ekki vera farinn að hugsa svo langt enda er ,,einn leikur í einu” mottó hans í sumar.

Liðið mætir Grindavík á fimmtudaginn í bikarnum en þeir byrjuðu mótið mjög illa en eru að taka við sér. Grindavíkur liðið hafa innanborðs marga flotta spilara og geta spilað flottan fótbolta á góðum degi. Undirritaður hefur þó fulla trú á okkar mönnum í þessum leik og vona ég að sem flestir KA-menn fyrir sunnan geri sér ferð í Grindavíkina á fimmtudaginn.