Umfjöllun: KA - Grótta (Með myndum)

Stubbs í baráttunni í leiknum í kvöld.
Stubbs í baráttunni í leiknum í kvöld.
KA og Grótta mættust á Þórsvelli en er það eini völlurinn á Akureyri sem er leikfær sem stendur fyrir utan Bogann. Ekki er að sjá á vellinum hvort sé 14. maí eða 14. júlí svo góður er hann. Fyrirfram var KA talið líklegra liðið en þeir gerðu góða ferð í Laugardalinn seinustu helgi.



KA 1 - 1 Grótta
1-0 Haukur Hinriksson ('71)
1-1 Magnús Bernhard Gíslason ('72)





Sandor (F)

Haukur He. - Janez - Haukur Hi. - Sigurjón F.
Dean M. - Túfa - Guðmundur Ó. - Stubbs
Andri Fannar
David Disztl



Varamenn: Steinn Gunnarsson, Jón Heiðar Magnússon, Orri Gústafsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Hallgrímur Mar Steingrímsson(Sigurjón Fannar).

Umfjöllun á Fótbolta.net
Viðtal við Ásmund þjálfara Gróttu á Fótbolta.net eftir leik

 Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik, KA-menn voru mun meira með boltann en náðu ekki að skapa sér eitt einasta færi. Grótta fékk aftur á móti færin en markið virtist vera á vitlausum stað í þrígang, Sigurvin Ólafsson skaut rétt framhjá tvisvar sinnum frá vítateig og Magnús Stefán Gíslason einu sinni efti að hann fór lipurlega fram hjá einum varnarmanni KA. Markmennirnir vörðu samtals eitt skot en var það Kristján Finnbogason eftir bjartsýnistilraun Daniel Stubbs af 40m.

Á fimmtugustu mínútu tekur Dino aukaspyrnu af hægri kantinum á David sem var mögulega tosaður niður en Þóroddur Hjaltalín dæmir ekkert.  Andri Fannar nær boltanum á vinstri kantinum, fer laglega fram hjá einum en sendir boltann inn í en varnarmaður Gróttu bægir hættunni frá.
Eftir um klukkutíma leik fá bæði liðin fyrstu alvöru færin sín. Fyrst er Grótta nálægt því að skora úr horni en skalla rétt fram hjá. Strax í næstu sókn fær Daniel Stubbs ágætt færi en Kristján sýnir að hann hefur litlu sem engu gleymt og ver boltann vel.

Stuttu síðar var Dean Martin með mjög góðan bolta á David Disztl sem ákveður að skjóta í andlitið á sér í staðinn fyrir markið úr 5m færi, ekki vænlegt til árangurs.
Á 71. mínútu dró til tíðinda þegar Dean Martin tók  hornspyrnu beint á kollinn á Hauk Hinriksson sem skallar hann óverjandi í mark Gróttu. Annað mark Hauks í jafn mörgum leikjum en til gamans má geta var Haukur ekki þekktur fyrir mikla markaskorun í yngri flokkum.

KA var ekki lengi yfir en Sigurjón vinstri bakvörður KA gaf boltann á besta mann Gróttu í leiknum Magnús Stefán Gíslason sem fór fram hjá einum og skoraði af mikilli yfirvegun fram hjá Sandori markmanni KA einungis mínútu eftir mark Hauks.

Seinasta færi leiksins kom eftir góðan samleik hjá Stubbs og Hallgrími á kantinum sem endaði með að Stubbs sendi boltann inn í á Guðmund Óla sem var með misheppnað skot framhjá og í kjölfarið flautar Þóroddur Hjaltalín til leiksloka.

Þrátt fyrir að KA voru mun meira með boltann þá fengu Gróttumenn sennilega fleiri færi og því kannski jafntefli sanngjörn úrslit.

Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari síðunnar var að sjálfsögðu mættur á völlinn og hér eru nokkrar myndir frá honum. Myndaveisla úr leiknum er þó væntanleg.