Umfjöllun: KA - HK

Úr leiknum.
Úr leiknum.
Nú fyrr í kvöld áttust við KA og HK á KA-vellinum í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins. Búast mátti við hörkuleik enda um tvö góð lið að ræða og sú varð raunin. KA-menn börðust allan leikinn af krafti og eiga hrós skilið fyrir. Umfjöllun með myndum.

KA 3 – 2 HK:
0-1 Jónas Grani Garðarsson (‘9)
1-1 Andri Fannar Stefánsson (’35)
2-1 Guðmundur Óli Steingrímsson (’92)
2-2 Ásgrímur Albertsson (’92)
3-2 Andri Fannar Stefánsson (’96)

Gul spjöld:  2-5
Rauð spjöld:  0-1
Horn:  14-3
Vallaraðstæður:  Ekki nægilega góðar en völlurinn er allur að koma til.

Sandor (F)

Haukur He. - Janez - Haukur Hi. - Kristján P.
Dean M. - Guðmundur Ó. - Stubbs - Hallgrímur
Andri Fannar
David Disztl

     

Varamenn: Magnús Blöndal, Orri Gústafsson (D. Disztl) , Arnór Egill Hallsson,
Sigurjón Fannar (Kristján Páll) , Davíð Rúnar Bjarnason, Þórður Arnar Þórðarson.

Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrsla

Í lið KA vantaði ennþá Túfa á miðjuna en aðra leikmenn liðsins var að sjá nema Steinn Gunnarsson var erlendis og Guðmundur Óli var kominn eftir að hafa verið í banni í síðasta leik. Hallgrímur kom inn í byrjunarliðið og átti fínan leik.

Fjörið byrjaði strax á annari mínútu þegar KA-menn fengu aukaspyrnu en þá fengu KA menn hornspyrnu eftir skot frá Andra Fannari úr aukaspyrnu sem Disztl hafði fengið. Disztl fékk boltann í teignum en var of lengi og náði ekki að athafna sig.

KA-menn byrjuðu fyrri hálfleikinn mun betur en eftir níu mínútna leik fengu HK-ingar sína fyrstu sókn í leiknum. Hörður Magnússon fékk þá sendingu og Guðmundur Óli elti hann og krækti aðeins í lappirnar á honum. Hörður féll og vítaspyrna dæmd. Jónas Grani fór á punktinn og skoraði af þónokkru öryggi, laggði hann beint á markið. Jónas Grani fékk síðan stuttu seinna aðra sendingu inn fyrir en Kristján Páll bjargaði því vel.

Á þrettándu mínútu dróg svo til tíðinda. David Disztl fékk sendingu inn fyrir og var í baráttu við varnarmann HK. Disztl féll og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Það liggur þó mikill vafi á því hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Andri Fannar fór á punktinn en Ögmundur Ólafsson varði í markinu.

Á tuttugustu mínútu var skallaeinvígi á miðju vallarins og Dean Martin og leikmaður KA skullu saman. Dean lá á vellinum hreyfingarlaus en dómari leiksins stöðvaði ekki leikinn, þrátt fyrir að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Eftir um tíu – fimmtán sekúndur stöðvaði hann loks leikinn og Dínó var veitt hjálp. Hann stóð þó upp og harkaði þetta af sér enda hraustur og sterkur.

Stuttu eftir höfuðhögg Deans fékk hann boltann á kantinum og sendi fyrir en boltinn rann í gegnum teiginn, greinilegt að Dínó hafði ekki látið höggið neitt á sig fá. Á þessum tíma leiks virtist sem dómari leiksins gæti aðeins bent í aðra áttina og ekkert féll með KA-mönnum í þeim málum. Það lagaðist þó þegar á leið á leikinn.

Á 35. mínútu fengu KA-menn aukaspyrnu rétt fyrir utan teig HK inga. Andri Fannar tók spyrnuna og setti hann í varnarvegginn og þaðan í markið. Flott spyrna hjá Andra þó að hann hafi nú haft heppnina með sér í þetta skiptið. Loksins kom markið eftir að hafa lengi reynt að skapa eitthvað.

Fátt gerðist markvert síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks utan við nokkur hættulaus skot og slíkt.  Staðan 1-1 í hálfleik og allt opið í fjörugum leik. Í hálfleik skiptu KA-menn Sigurjóni Fannri inn á fyrir Kristján Pál sem hafði orðið fyrir einhverju hnjaski.

HK-ingar hófu seinni hálfleik af krafti en náðu ekki að skapa sér mikið. KA náðu hinsvegar oft að skjótast í sókn og spila boltanum ágætlega á milli sín áður en lokasendingarnar komu fyrir og átti Dean Martin m.a. skalla rétt framhjá.

Á 52. mínútu fengu HK aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KA-manna. Frábær sending inn á markteig en skallinn rataði í slánna og KA-menn náðu að losa sig við boltann. Þarna mátti ekki miklu muna að HK-ingar kæmust yfir í annað skiptið í leiknum eftir fína byrjun á seinni hálfleiknum.

Með stuttu millibili fengu HK-ingar tvö góð færi eftir um klukkutíma leik. Í fyrra skiptið datt boltinn inn á sóknarmann HK en Sandor náði að verja vel. Stuttu síðar fékk Aaron Palomares boltann í teignum en skot hans ratar yfir.

Þegar um 20 mínútur voru búnar af seinni hálfleik lifnuðu KA-menn við. Þá fá þeir tvær hættulegar sóknir þar sem Hallgrímur skallaði framhjá í fyrra skiptið eftir fínt spil og síðan átti Stubbs skot sem fer í varnarmann.

Dan Stubbs var mjög góður í dag og átti marga fína spretti í leiknum. Þar á meðal á 72. mínútu þegar hann fór með boltann upp allan völlinn framhjá meirihluta HK-liðsins og sendi á Dean. Hann sendi boltann fyrir en HK-ingar náðu rétt svo að bjarga í horn. Upp úr horninu unnu HK boltann og geysast í sókn en Sandor varði frábærlega í tvígang.

Orri Gústafsson kom inn fyrir Disztl á 75. mínútu og átti heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum. Skiptingin hefði mátt koma fyrr því David var enn og aftur ekki að ná að sanna sig en Orri aftur á móti var mjög ferskur og mikil ógn. Stuttu eftir innkomu Orra fékk hann aukaspyrnu á hættulegum stað og Andri Fannar sendi fyrir. Mikið klafs var í teignum og Janez fékk boltann á endanum en skallaði rétt framhjá úr góðu færi. KA-menn mun meira í sókn þá stundina og vantaði ekki mikið upp á að þeir bættu við marki.

Á 90. mínútu fengu HK-ingar rautt spjald þegar Atli Valsson fékk að líta sitt annað gula spjald. KA-menn héldu áfram að sækja og Orri átti fínan undirbúning og fékk horn. Þar barst boltinn út úr teignum og á Guðmund Óla sem hafði nægan tíma. Hann tók boltann viðstöðulaust og smellti honum beinustu leið upp í samskeytin, frábært skot og verðskuldað mark KA-manna staðreynd.

Virtist sem sigur KA-manna væri kominn en önnur varð raunin. HK-ingar tóku miðju og spörkuðu strax fram og settu pressu, boltinn barst inn á teiginn frá kantinum og þar kom fyrirliðinn Ásgrímur Albertsson og skallar hann í netið. HK-ingar búnir að jafna á ótrúlegan hátt, óverðskuldað.

Þá var tekið til framlengingar og HK-ingar hófu leikinn af krafti. fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað en skot Hafsteins Briem fór beint á Sandor.

Á 96. mínútu fengu KA-menn innkast á hægri kantinum. Haukur Heiðar og Dean spiluðu vel á milli sín sem endaði með góðri sendingu frá Hauki Heiðari út í teiginn á Andra Fannar sem setti hann snyrtilega í markið. Að vísu varði Ögmundur skotið í stöngina og inn en þrátt fyrir það gott mark frá Andra. Fyrri hálfleikurinn hélt áfram í miklu fjöri en lítið af hættulegum færum sköpuðust hinsvegar.

Leikmenn HK voru orðnir pirraðir í seinni hálfleiknum og sýndu það augljóslega með spörkum, öskrum og látum. Þrátt fyrir það héldu KA-menn áfram að sækja. Þeir fengu mörg fín færi, aðallega Orri en hann var í mörgum tilfellum rangstæður. Engu að síður flott innkoma hjá honum.

Þegar um fimm mínútur voru eftir að framlengingunni fékk Andri Fannar flotta sendingu inn fyrir en missti boltann of langt frá sér. Á svipuðum tíma fengu KA-menn fínt færi eftir góða sókn sem endaði með marki en Jan Eric Jessen á línunni veifaði flagginu, ekki í fyrsta skipti í leiknum.

Á síðustu mínútu leiksins fengu HK-ingar skyndisókn eftir að KA-menn höfðu haldið boltanum í nokkurn tíma. Sissi vann boltann í teignum og kom honum fram á Andra sem sendi að lokum á Orra. Hann klúðrar á einhvern ótrúlegan hátt einn á móti markmanni og úr því flautaði dómarinn til leiksloka. Baráttusigur KA-manna og í heildina litið fínn leikur og hefðum við getað skorað mikið fleiri mörk en þrjú urðu að nægja sem er jákvætt.

Þar með eru KA-menn komnir í sextán liða úrslit VISA bikarsins. Næsti leikur liðsins er síðan aftur á Akureyri, í þetta skiptið á Þórsvelli. Þar koma HK-ingar aftur í heimsókn, nú í fimmtu umferð fyrstu deildarinnar. Akureyrarvöllur er enn ekki kominn í lag en það gerist vonandi sem fyrst.

Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var mættur á völlinn og er von á glæsilegri myndaveislu frá honum von bráðar en hérna eru nokkrar svipmyndir úr leiknum.