Tilfinningar. KA-menn fagna jöfnunarmarkinu en Tómas Ingi þjálfari HK vonsvikinn.
Klukkan tvö í dag mættust KA og HK í sól og blíðu á Akureyri. Miðað við leik liðana á miðvikudagskvöldið í
bikarnum mátti búast við skemmtilegum leik og sú varð raunin. Bæði lið fengu mörg færi og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri
mörk. Um var að ræða leik í fimmtu umferð fyrstu deildarinnar.
KA 3 – 3 HK
1-0 David Disztl (‘1)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (’26)
1-2 Aaron Palomares (’51)
2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’61)
2-3 Hólmbert Aron Friðjónsson (’86)
3-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’92)
Sandor (F)
Haukur He. - Janez - Haukur Hi. - Sigurjón
Dean M. - Guðmundur Ó. - Stubbs - Hallgrímur
Andri Fannar
David Disztl
Varamenn: Orri (D. Disztl 78. mín) , Arnór Egill, Magnús Blöndal (Dean M. 82. mín) , Steinn G. (Sissi 45. mín) ,
Þórður Arnar.
Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrsla
Myndaveisla á Sport.is
Leikurinn byrjaði af miklum krafti og voru það KA-menn sem hófu sókn á fyrstu mínútu leiksins. Boltinn barst þá frá vinstri
kantinum yfir á Dean Martin sem átti frábæra sendingu inn í teiginn, markmaður HK kom út á móti og David Dizstl átti ekki í
vandræðum með að skalla boltann yfir Ögmund í markinu. Loksins mark frá David og vonandi að þetta hafi bara verið byrjunin.
Aðeins tveimur mínútum seinna fékk David aftur góða sendingu inn fyrir vörn HK-inga frá Hallgrími. David kom boltanum á Andra en hann
fór illa að ráði sínum og skaut boltanum rétt framhjá einn á móti markmanni. KA byrja leikinn mun betur.
Enn sóttu KA-menn. David fékk eins og í síðustu sókn stungusendingu fyrir aftan vörnina hjá HK en skaut langt framhjá í fínu
færi. Stuttu síðar fékk Hallgrímur síðan fínt færi en varnarmaður HK náði að komast fyrir skot hans.
Það var ekki fyrr en eftir níu mínútur að HK fengu sitt fyrsta almennilega færi. Þeir náðu ekki að skapa mikið og uppskáru
horn úr sókn sinni. Ekkert gerðist úr hornspyrnunni en stuttu síðar barst boltinn á hægri kantinn og skot upp úr þurru frá
hægri kantinum en sem betur fer fyrir KA-menn þá fór boltinn í slá marksins.
Eftir fyrstu færi HK-inga fóru þeir að lifna ennþá meira við. Á nítjándu mínútu spiluðu þeir vel á milli
sín og Aaron Palomares senti boltann fyrir á Guðmund Stein en skalli hans fór framhjá marki KA-manna.
KA-menn sem höfðu dottið aðeins niður í fimmtán mínútur eða svo fengu loks færi á 24. mínútu leiksins. Þá
vann Haukur Heiðar boltann í vörninni og senti upp kantinn á David Disztl sem hélt boltanum vel og sendi út á Dean Martin sem kom á ferðinni.
Hann senti boltann fyrir á Hallgrím sem skallaði boltann rétt yfir.
Við þetta lifnuðu HK-ingar á nýjan leik. Þeir fá aukaspyrnu rétt utan teigs eftir að boltinn fór í hendina á Janez Vrenko en
skotið laflaust, beint á Sandor.
Þremur mínútum síðar bar svo til tíðinda. Þá spiluðu HK-ingar á milli sín og sentu boltann út á hægri
kantinn. Þaðan barst boltinn inn á markteig KA-manna þar sem Guðmundur Steinn var mættur og stangaði boltann örugglega í netið. Fín
sókn hjá HK-ingum.
Lítið gerðist í fyrri hálfleik síðustu 15 mínúturnar. KA-menn voru líklegri til þess að skora og fengu tvö fín
færi. Í fyrra skiptið fékk Guðmundur Óli boltann út eftir aukaspyrnu frá Andra Fannari sem HK-ingar komu í burtu. Í seinna
skiptið skapaðist nokkur hætta en þá átti Dean Martin frábæra aukaspyrnu inn á teig HK-inga og hver annar en Haukur Hinriksson var þar
mættur en skallaði boltann í stöngina.
Í hálfleik skiptu KA-menn Sissa útaf og Steinn Gunnarsson kom inn fyrir hann. Steinn fór á miðjuna og Stubbs í vinstri bakvörðinn.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega. Bæði lið fengu færi en náðu ekkert að skapa úr því og varnarliðið náði
alltaf að hreinsa burt. Þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik hófst loksins baráttan almennilega eftir daufar sex mínútur.
Aaron Palomares fékk þá sendingu inn á teiginn og hafði það mikinn tím að hann skoraði örugglega framhjá Sandor í
markinu.
Við mark HK-inga efldust KA-menn aðeins og byrjuðu að sækja af krafti. Dean Martin, einn líflegasti maður vallarins, átti þá fínan sprett
upp kantinn og sendi boltann fyrir á David Disztl. Hann lagði boltann út á Stein Gunnarsson en skot hans var laust og beint á Ögmund í marki HK-inga.
Stuttu síðar átti Dean skalla rétt framhjá eftir flotta sendingu frá Dan Stubbs.
Eftir rúmlega klukkutíma leik komust KA-menn í fína sókn. Haukur Heiðar brunaði þá upp hægri kantinn og sendi fyrir. David Disztl og
Andri Fannar létu boltann fara og þar var mættur Hallgrímur Mar sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Flott sókn hjá KA-mönnum og
þarna virtist þetta allt vera að koma til.
Ögmundur Ólafsson í marki HK átti ekki sinn besta leik. Á 72. mínútu fór hann í annað skipti í leiknum í
skrýtið úthlaup þegar boltinn barst frá Dean Martin inn á teiginn. Litlu munaði að HK-ingar skoruðu sjálfsmark en boltinn lak rétt
framhjá og í horn. Hornspyrnan kom beint á hausinn á Stubbs sem átti góðan skalla en Ögmundur varði í marki HK-inga.
Sandor Matus átti markvörslu leiksins aðeins mínútu eftir sókn KA-manna þegar HK skutu langt utan af velli en Sandor blakaði boltanum
frábærlega yfir markið.

Á 78. mínútu gerðu KA-menn breytingu á liði sínu. Orri Gústafsson kom þá inn fyrir David Disztl. David átti ekki arfaslakan leik
en hann náði þó ekki að skila nægilega miklu. Vantaði aðeins meiri kraft í strákinn. Skiptingin hefði mátt koma fyrr
því Orri fékk ekki nægan tíma til að koma sér í takt við leikinn.
HK-ingar héldu áfram að sækja og voru til alls líklegir. Þeir fengu fínt færi og skutu í stöng eftir flotta sendingu frá
miðjunni. KA-menn vildu meina að hann hafi verið rangstæður en svo var ekki að mati dómarans.
Á 82. mínútu kom Magnús Blöndal inn á fyrir Dean Martin. Dean meiddist eitthvað og fékk því skiptingu. Vonandi að það
sé ekki eitthvað alvarlegt. Flottur leikur hjá honum og skilaði hann sínu verki svo sannarlega í dag.
Mínútu síðar vann Janez Vrenko boltann á miðjunni og brunaði fram. Hann kom sér í ágætt færi en skot hans fór
þó nokkuð langt yfir. Þess má geta að Janez var valinn maður leiksins í dag og fer því frítt út að borða á
Strikinu.
Á 86. mínútu fengu HK hornspyrnu. Boltinn datt inn á markteig KA-manna sem náðu ekki að hreinsa boltann burt. Þar var mættur Hólmbert
Aron Friðþjófsson, 17 ára piltur úr HK, sem setti boltann laglega í hornið á marki KA-manna. Hann hafði komið inná sem
varamaður í hálfleik og ekki sýnt mikið en fínt fyrir hann að skora. Drengur sem á líklega framtíðina fyrir sér.
Eftir þetta mark HK-inga virtist þetta vera komið hjá þeim en svo var ekki. KA-menn sóttu hart að marki HK í uppbótartíma og
náðu að koma boltanum inn í teig HK-inga. Þar var mikið basl og endaði með því að boltinn datt fyrir Hallgrím sem afgreiddi boltann
frábærlega í netið og skoraði sitt annað mark í leiknum. Frábær leikur hjá þessum unga Húsvíking og greinilegt að
hann ætlar að halda sæti sínu í liði KA.
Þar með lauk öðrum leik liðana á fjórum dögum og í bæði skiptin var um mikla skemmtun að ræða.
Baráttuleikir og mörg mörk og menn sjá klárlega ekki eftir því að hafa mætt á völlinn í blíðunni á Akureyri.
Næsti leikur er síðan 11. júní á útivelli á móti Fjarðabyggð í deildinni. Auðvitað vonumst við eftir sigri
þar og að liðið fari að ná þremur stigum á nýjan leik.
Sævar Geir Sigurjónsson hinn snjalli ljósmyndari var á svæðinu og eru myndir frá honum væntanlegar hingað inn í miklu magni.
ÁFRAM KA!