Umfjöllun: KA - ÍA

Töluverð seinkun var á leik KA og ÍA þar sem að Þóroddur Hjaltalín Jr. tilkynnti veikindi skömmu fyrir leik. Valdimar Pálsson dæmdi því leikinn en aðstoðardómari 1 tekur við flautunni ef aðaldómarinn forfallist nema ef aðstoðardómarinn er ekki með réttindi.



KA 1-1 ÍA
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson
1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson

Sandor (F)

Stubbs - Janez - Haukur Hi. - Kristján P.
Andri F - Steinn G - Davíð R - Dean M
Guðmundur Óli
David Disztl



Varamenn: Þórður Arnar(Janez, 5. mín), Orri Gústafsson, Hallgrímur Mar(Steinn G, 84. mín), Sigurjón Fannar, Magnús Blöndal.

Leikskýrsla

KA menn byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu greinilega að sína bæjarbúum að þeir geti spilað fótbolta. Hættulegasti leikmaður KA í leiknum var Guðmundur Óli sem skoraði eina mark KA í leiknum á 22. mín með skalla eftir gott spil hjá KA. Áður hafði Páll Gísli Jónsson varið skalla frá Guðmund Óla glæsilega.

Hálfleikstölur voru því 1-0 sem verður að teljast sanngjarnt miðað við gang leiksins, KA meira með boltann og ÍA bitlausir fram á við. Vinstri bakvörður KA, Kristján Páll, var fremstur meðal jafningja í KA liðinu í fyrri hálfleik og á endanum var hann valinn maður leiksins.

Á 52. mín gerðist umdeilt atvik en Sandor markvörður KA fór í skógarferð út í teig KA eftir aukaspyrnu frá miðju. Sandor ætlaði að grípa boltann en tókst það ekki og boltinn lág dauður við fætur Hjartar Júlíusar sem setti boltann öruglega í markið. Hjörtur gerði lítið annað í leiknum en það sem hann gerði var vissulega mikilvægt því það eru víst mörkin sem telja.

Eftir þetta voru Skagamenn ekki líklegir en áttu þó tvær góðar aukaspyrnur en Sandor varði þær báðar í horn. Einnig áttu Skagamenn eitt skot rétt framhjá.

KA-menn voru aftur á móti líklegri til að taka stigin þrjú en hefðu þó mátt oft sækja á fleiri mönnum. Þegar um korter var eftir áttu Dean Martin og Daniel Stubbs gott spil sem endar með að Stubbs kemst upp að endarmörkum inn í teig en náði ekki að koma boltanum á Diztl þar sem varnarmaður komst inn í sendinguna.

Aftur voru Dean Martin og Stubbs á ferðinni á 90. mín sem endar með frábærri sendingu milli markmanns og varnar. Bræðurnir frá Húsavík voru báðir hársbreidd frá því að ná að pota knettinum í markið en allt kom fyrir ekki og endaði því leikurinn 1-1.

KA var betri aðilinn í dag og var þetta það besta sem þeir hafa sýnt á Akureyri í sumar. Skagamenn voru ekki sérstakir í dag og mega vera ánægðir að fara heim með eitt stig.

- Aðalbjörn Hannesson