Það var vissulega sól en gríðarlega mikið vantaði  uppá að það væri ylur þegar við tókum á móti
Leikni á glæsilegum Akureyrarvelli í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag.  Þrátt fyrir kulda var nokkuð vel
mætt á völlinn og voru stuðningsmenn gestana áberandi en okkur létu  líka í sér heyra.
Gestirnir léku undan sterkum norðan vindinum í fyrri hálfleik og eftir fremur rólega byrjun náðu þeir betri tökum á leiknum og áttu
td nokkur góð skot utan að velli sem Sandor þó átti ekki í miklum erfileikum með að hirða.  Lét Sandor  þessi skot
þeirra reyndar líta auðveldari út en þau voru svo öruggur var hann í markinu.  Það var svo á 23 mín sem fyrsta markið leit
dagsins ljós og ég ætla að leyfa mér að koma hér með umsögn heimasíðu Leiknis á aðdranganda þess!
,, Leiknir komst yfir þegar það fékk vítaspyrnu eftir 23 mínútur. Aron skaut utan teigs eftir mikla pressu og
varnarmaður fékk boltann í hendina. Að mínu mati var þetta gríðarlega strangur dómur, mér sýndist varnarmaðurinn vera með
hendina alveg upp við líkamann.“
Þetta er s.s frásögn heimasíðu Leiknis af gangi mála, ekki mín skrif!  Í raun hef ég ekki miklu við að bæta en langar samt
til að skrifa svooooooooooooooo margt !  Læt mér nægja að fullyrða að  þessi dómur var hlægilegur!  Sandor var grátlega
nálægt því að láta réttlætið ná fram að ganga með því að verja spyrnuna en skot Kjartans  Andra var
fast  og inn fór boltinn.  Staðan 0-1 fyrir Leikni.
Eftir markið vorum við kannksi meira með boltan en varnarlína Leiknis sem hafði fyrir þennan leik aðeins fengið á sig 13 mörk stóð vaktina
mjög vel.  Á 45 mín geysast  Leiknismenn í sókn,  Aron Daníelsson fær boltann úti vinstra megin, leikur inn í
vítateig og skorar með góðu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Sandor en hugsanlega hefið Haukur Hinrikss getað gert betur í varnarvinnu
sinni?
Staðan í hálfeik  því 0-2 og útlitið ekki  gott fyrir okkar menn, forusta Leiknis tvímælalaust mjög verðskulduð.
Seinni hálfeikur var hinsvegar miklu , miklu betri hjá KA, boltinn gekk vel á milli manna og markið lá í loftinu.  Það fyrra leit dagsins
ljós á 50 mín þegar Guðmundur Óli afgreiddi  góða fyrirgjöf Hauks Heiðars í markið með skalla, en Gummi kom inná
í fyrri hálfleik fyrir Steina Gunnarss. sem meiddist.  Snyrtilegt mark og mjög vel að því staðið að öllu leiti hjá okkar
mönnum.
Áfram héldu sóknir okkar að dynja á marki Leiknismanna en það var ekki  fyrr en á 71 mín sem við náðum að
jafna.   Fengum þá aukaspyrnu við fremur litla gleði gesta okkar, Andri sendir góðan bolta yfir á fjær og þar var mættur Haukur
Heiðar sem skallaði boltann í markið,  óverjandi fyrir Eyjólf markvörð Leiknis.  2-2  og við annan leikinn í röð
búnir að vinna okkur inn í leik eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.  
Eftir markið sóttu bæði lið og áttu gestirnir td skot ofan á slá KA marksins og Sandor bjargaði mjög vel í blálokinn. 
Við áttum líka okkar stundir upp við mark andstæðinga okkar  oh kannksi vorum við rænd besta færi leiksins??  Það var 
þegar Leiknir dómari sem var.........  ja segjum ekki góður  gleymdi að láta hagnaðinn ráða. 
Við vorum s.s í sókn og varnarmenn Leiknis brjóta á David Disztl rétt utan teigs, boltinn hinsvegar fór til Andra sem var á  auðum
sjó við vítateigslínu, einungis  með markvörð  Leiknis við að eiga.   Þetta er líka kallað  einn á
móti einum!  Leiknir dómari blés  í flautu sína og dæmdi  okkur  aukaspyrnu!!!!Hvað í heiminum lá honum á að
blása?????? 
Andri var við hliðina á atvikinu þannig að ekki fór boltinn um langan veg !!!!!!! Hagnaðarreglan dómari, hagnaðarreglan.  Þetta er atriði
sem ítrekað er á hverju ári .  Ég veit að dómarinn gerir mistök eins og ég í mínu  lífi en þetta var eins
vitlaust og hægt var að hafa það!!!  Augljóst.   Leiknismenn sem ég ræddi við eftir leikinn höfðu á orði að
þarna hefðu þeir sko sloppið gríðarlega vel hjá ,,nafna“ þeirra!!!
Haukur Heiðar tók aukaspynuna og hún var góð en markmaður Leiknis náði að verja í horn.  Uppúr horninu eigum við svo gott skot
á  markið og vissulega fór boltinn í hönd varnarmanns Leiknis og í þetta skiptið var hönd út frá líkama en Leikni
dómara þótti ekki ástæða til þess að dæma víit í það skiptið.
Leiknum lauk því með jafntefli 2-2,  okkar menn eiga skilið mikið hrós fyrir endurkomuna, annan leikinn í röð lendum við undir tvö
núll en komum til baka og í þetta sinn náðum við að fá eitthvað fyrir okkar snúð.  Í næsta leik ætlum við
að taka stigin þrjú sem í boði eru.
Áfram KA
Gunnar Níelsson