Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í knattspyrnuhús Akureyrar seinni partinn í dag til að fylgjast með okkar mönnum etja kappi við Þór.
Byrjunarlið KA:
Sandor
Haukur Hei - Janez - Haukur Hin - Jón H
Jakob H - Davíð - Steinn Gunnars - Hallgrímur
Guðmundur Óli
Andrés
Bekkurinn: Jóhann Örn Sigurjónsson (Steinn 61´), Ómar Friðriksson (Gummi 53´), Fannar Hafsteinsson, Hrannar Björn Steingrímsson (Andrés 90´) Sigurjón Fannar Sigurðsson, Víkingur Hauksson, Arnór Egill Hallsson, Ívar Guðlaugur Ívarsson.
Þegar undirritaður gekk inní Bogann vissi hann ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda virtist sem Þórsarar væru búnir að stilla upp tveimur Land Cruiser jeppum í vörnina hjá sér ásamt fullt af vélsleðum. Svo reyndist ekki vera og var leiknum seinkað vegna brottflutnigs á þessum farartækjum sem voru hluti af einhverri æðislegri olíuhausa sýningu. Leikurinn hófst korteri á eftir áætlun og var völlurinn þoku hulinn eftir vélsleðana og tröllvaxna jeppana.
Þokan virtist ekki fara illa í lungun á okkar mönnum og voru þeir mikið sterkari í fyrri hálfleik. Á 12. mínútu átti Haukur Heiðar sendingu fyrir sem endaði ofan á þverslánni og þaðan inní teiginn. Þar sem meðalhæð Þórsarana var mun meiri þá náðu þeir að skalla boltann frá ásamt því að hamra hann í burtu. Þremur mínútum síðar vildu KA menn fá vítaspyrnu þegar Hallgrímur skaust upp hægri kantinn og reyndi fyrirgjöf. Boltinn lenti á fyrsta varnarmanni og fer tvennum sögum af því hvort hönd eða brjóstkassi hafi þar stoppað boltann. KA hélt áfram að sækja og á 18. mínútu áttu bræðurnir Hallgrímur Mar og Guðmundur Óli gott spil sem endaði með sendinu inn fyrir vörnina frá Guðmundi. Hallgrímur náði að pota í boltann en markvörður Þórs var kominn vel á móti og varði. Guðmundur fékk boltan aftur og ætlaði sér að senda á bróðir sinn sem sat í teignum en var rangstæður. KA náði upp virkilega góðu spila á löngum köflum í leiknum og var títtnefndur Hallgrímur Mar gífurlega áberandi á kantinum og fór illa með bakvörð Þórs. Bakvörðurinn var tekinn af velli eftir aðeins 20 mínútna leik en engum sögum fer af því hvort um meiðsli hafi verið að ræða eða ógleði eftir alla balletsnúningana í kringum Hallgrím.
Áfram héldu bræðurnir að skapa færi. Hallgrímur sendi frábæran bolta á Guðmund sem kom á ferðinni og sá maður fyrir sér hammer í samúel. Guðmundur hitti hins vegar ekki boltann og markspyrna var staðreynd. Bræðurnir róuðust aðeins eftir þetta sem og allt liðið en það hélt þó áfram að spila ágætlega. Á 32. mínútu dró til tíðinda þegar Þór átti fyrirgjöf frá kantinum beint á hausinn á Steina Gunn sem gerði sér lítið fyrir og laumaði boltanum í hornið á eigin marki og kom Þór í 1-0. Markið kom þvert gegn gangi leiksins og var einkar slysalegt. Þórsara rifu sig aðeins upp eftir þetta og björguðu KA menn einu sinni á línu eftir skot frá David Disztl. Þá varði Sandor meistaralega þegar Jóhann Helgi leikmaður Þórs fékk boltan í markteignum og var með Sandor liggjandi fyrir framan sig. Jóhann var örugglega farinn að fagna í huganum þegar Sandor á ótrúlegan hátt varði frá honum. Fyrri hálfleikur rann sitt skeið og flautaði dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín til leikhlés.
Seinni hálfleikur var bráðfjörugur og skiptust liðin á að sækja. Sandor var í banastuði og virðist hafa fengið sér hafragraut og lýsi í morgunmat. Ungverjinn varði átta skot í seinni hálfleik þar af sjö með meistaralegum töktum. Þórsarar áttu betri færi en það virtist ekkert heilagt fyrir Ungverjann, hvort sem það var skot hér, skot þar eða bara skot allstaðar þá gleypti Sandor það. Þrátt fyrir dýrkun mína á heilögum Sandor þá fann Atli Sigurjónsson leið fram hjá honum á 60. mínútu, notaði svokallaða pinball-aðferð þar sem hann skaut boltanum í Hauk Hinriksson varnarmann KA og þaðan lak boltinn í gagnstætt horn.
En þá hófst einhver skemmtilegasti kafli sem ég hef orðið vitni að síðan Ole Gunnar Solskjær og Teddy Sheringham léku aðalhlutverk í ótrúlegum sigri United á Bayern, 1999. Ég býst við því að allir kunni þá sögu svo ég fer í þá sálma seinna. Ómar Friðriksson kom inn á 53. mínútu og tæpum tíu mínútum síðar var þessi 17 ára ,,markarefur” búinn að klippa boltan laglega í netið a la Crouch eftir sendingu frá Andrési Vilhjálms og KA var komið inní leikinn að nýju.
Tölfræði
Skot (á markið):
KA: 13 (6)
Þór: 14 (12)
Skot KA (á markið):
Davíð Rúnar: 4 (1)
Hallgrímur Mar: 3 (2)
Haukur Heiðar: 2 (0)
Ómar Friðriksson: 2 (1)
Jakob Hafsteinsson: 1 (1)
Andrés Vilhjálmsson:1 (1)
Varin Skot KA:
Sandor Matus: 9
Aukaspyrnur fengnar:
KA: 18
Þór: 12
Hornspyrnur:
KA: 6
Þór: 2
Rangstöður KA:
Guðmundur Óli: 1
Hallgrímur Mar: 1
Andrés Vilhjálmsson: 1
Myndir frá leiknum koma inn "first thing in the morning" eins og kaninn segir
-Jóhann Már Kristinsson