Nú fyrr í kvöld hafði Þór betur gegn KA, 2-0.
Byrjunarlið
Sandor (F)
Haukur He. – Janez – Þórður – Magnús Blö.
Dean – Túfa – Haukur Hi. - Stubbs
Andri Fannar
David Disztl
Fyrri hálfleikurinn var tíðindarlítill en hann einkendist af miðjuþófi. Hvorugt liðið var líklegt til að setja mark sitt á leikinn.
Það var ekki fyrr en á 43. mín sem eitthvað marktekt gerðist en þá fékk Kristján Steinn Magnússon upplagt marktækifæri en
hitti boltann illa og Sandor varði. Stuttu síðar komst Kristján Steinn aftur í færi en var þá alltof lengi að athafna sig þannig að
KA-menn náðu að komast fyrir skot hans.
KA-menn voru nálægt því að setja boltann í eigið mark á 63. mín en boltinn fór af KA-manni rétt yfir. Það skipti
þó litlu máli því að Jóhann Helgi Hannesson skoraði með glæsilegum skalla eftir góða hornspyrnu. Fram að þessu
höfðu Þórsarar verið að sækja í sig veðrið og má því segja að markið hafi verið sanngjarnt miðað við
gang leiksins.
Eftir þetta var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda og kórónaði Jóhann Helgi góðan leik sinn með því að skora sitt
annað mark á 70. mín með hnitmiðuðu skoti rétt fyrir utan vítateig, stönginn inn.
KA voru ekki líklegir fyrir framan markið í dag en þeir virtustu þungir og hægir. Erfitt er að taka eitthvað jákvætt út úr
þessum leik en þetta er klárlega lélegasti leikur liðins í sumar. Sóknarlega þá vorum við ekki að skapa okkur neitt og vorum ekki
líklegir til þess. Það var eins og liðið mætti til leiks með það hugafar að halda Þórsmarkinu hreinu. Varnarlega þá
áttum við í miklu basli með þá eftir 40. mín og náði Sandor oft að bjarga okkur frá stærri ósigri. Mesti munurinn á
liðunum í dag var þó baráttan og viljinn að vinna hvern einasta bolta á vellinum. Því miður sanngjarn sigur niðurstaðan og
verðum við að gera betur í komandi átökum.
Þrátt fyrir að það sé súrt að tapa gegn 603 þá eru þetta einungis 3 stig en eftir í pottinum eru 39 stig. Ég skora
því á alla KA-menn að mæta á næsta heimaleik sem er gegn ÍA á miðvikudaginn kl 19.00. Það er nauðsinlegt við KA-menn
styðjum við bakið á liðinu þegar gengur illa.
Næsti leikur KA er þó í Reykjavík gegn Víking á sunnudaginn kl. 14.00.
Nú er leiðin bara uppávið! Áfram KA!