Janez skoraði sigurmarkið.
Í gærdag léku KA-menn gegn lærisveinum Lárusar Orra Sigurðssonar í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra
gulklæddu.
KA 3 - 2 KF
0-1
1-1 Guðmundur Óli Steingrímsson
1-2
2-2 Arnór Egill Hallsson
3-2 Janez Vrenko
Steinþór
Haukur H - Janez - Sissi - Víkingur H
Jakob - Ómar - Davíð R - Ívar G.
Guðmundur Óli
Arnór Egill
Það var 2. deildarlið KF sem komst yfir eftir hrapalleg mistök í vörn KA sem komu framherja gestanna í dauðafæri sem hann nýtti
sér.
Guðmundur Óli jafnaði metin á 25. mínútu þegar hann skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu og héldu margir að KA-menn myndu nú
láta kné fylgja kviði og bæta við mörkum.
Gestirnir voru ekki á sama máli og tóku miðju, brunuðu í sókn og komust aftur yfir. Markið var þó af ódýrari gerðinni
eins og hið fyrra og má segja að bæði mörkin hafi verið gefin á silfurfati af vörn KA-manna.
Eftir þetta tóku KA-menn nánast völdin og voru mun meira með boltann. Ómar Friðiksson fékk dauðafæri á 38. mínútu en
Halldór Guðmundsson markvörður KF varði gríðarlega vel.
Fimm mínútum síðar jöfnuðu KA-menn metin. Davíð Rúnar átti langa sendingu fram á völlinn á Arnór Egil sem
náði að setja boltann í netið af miklu harðfylgi og staðan 2-2 í hálfleik.
Í síðari hálfleik voru KA-menn nánast allan tímann með boltann og þurfti Steinþór í markinu ekki að reyna mikið á
sig en hann var í markinu þar sem Sandor er farinn í jólafrí heim til Ungverjalands.
Gunnlaugur þjálfari skipti Víkingi út fyrir Ásgeir Vincent og svo kom Viktor Mikupeti inn fyrir Jakob en báðir eru þeir ungir uppaldir
KA-menn.
Stundarfjórðungi fyrir leikslok skoruðu KA-menn svo sigurmarkið en þar var Janez Vrenko að verki eftir að hafa farið í sóknina.
Stórsókn KA endaði með marki en Janez skoraði af stuttu færi í teignum.
Eftir þetta fór Ómar Friðriks útaf og Árni Arnar Sæmundsson fékk að spreyta sig ásamt því að Davíð
Jónsson kom inn fyrir Arnór.
KF fengu eitt dauðafæri í viðbót gefins undir lokin en framherjinn þeirra setti boltann framhjá Steinþóri og reyndar markinu líka svo
KA-menn sluppu með skrekkinn.
Janez átti svo skalla í slá áður en leiknum lauk með 3-2 sigri KA.
Næsti leikur er nk. miðvikudag gegn Dalvík áður en jólafrí frá skipulögðum æfingum hefst.