Umfjöllun og tölfræði: Markalaust gegn Víkingi

Jói Síla var öflugur á miðjunni í dag Mynd: Sævar Geir
Jói Síla var öflugur á miðjunni í dag Mynd: Sævar Geir
Það var mannskemmandi frost í Boganum þegar KA tók á móti Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var engin svakaleg skemmtun og var þetta ekkert meira en fínasta helgarafþreying. 


Byrjunarlið KA var þannig skipað: Sandor, Kristján Freyr, Gunnar Valur, Haukur, Jakob, Túfa, Jóhann, Brian, Bjarki, Hallgrímur og Guðmundur Óli.

Varamenn voru þeir Aci Milisic, Bjarni Duffield, Davíð Rúnar, Jón Heiðar og Ómar Friðriksson en þeir þrír síðast nefndu komu allir inn á í seinni hálfleik


Fyrri hálfleikur var alveg einstaklega leiðinlegur og leit ekki eitt færi dagsins ljós og ekki einu sinni ein horspyrna, liðin skiptust á að vera með boltann en Víkingarnir voru sókndjarfari og gerðu nokkrar misheppnaðar tilraunir til að stinga boltanum inn fyrir KA-menn sem vörðust sérstaklega vel í leiknum.


Seinni hálfleikur var ýfið betri og þá kom betur í ljós að liðin ætluðu ekki að sætta sig við 1 stig, Víkingarnir voru hættulegri og fengu nokkur hálffæri en Sandor Matus í marki KA var vel vakandi, þeir röndóttu voru meira með boltann fyrri hluta hálfleiksins en svo virtist draga svolítið af þeim og Óli Þórðar tók Helga Sig út af og henti inn á ungum bakverði og fækkaði þannig í sóknarliði sínu.


Allt gerðist á síðustu tíu mínútum leiksins, á 80.mínútu fengu Víkingar aukaspyrnu á vítateigslínunni aðeins hægra megin við miðju og stillti Hjörtur Hjartar boltanum upp og ætlaði sér að lauma honum í markmannshornið en Sandor sá í gegnum hann, varði í stöngina og út í teiginn þar sem Davíð Örn Atlason var nálægt því að pota boltanum yfir línuna en varnarmenn KA voru fyrri til og komu boltanum frá.


Það var svo Davíð Örn sem átti frábært skot á 82.mínútu rétt fyrir utan teig en aftur varði Sandor frábærlega, eftir þetta tóku KA-menn alla stjórn og áttu þær 10 mínútur sem eftir lifðu, Víkingar bökkuðu alla leið að vítateig og KA hélt boltanum ágætlega en náðu ekki að skapa sér almennilegt færi á síðasta þriðjungi þrátt fyrir að vera í mjög góðri stöðu oft og tíðum og skipti kannski sköpum að KA-liðið er einkar lávaxið og átti því ekki mikið í skallaboltana gegn háu liði Víkings. 


Þóroddur Hjaltalín flautaði svo til leiksloka í tíðindalitlum leik og þurftu liðin að sætta sig við eitt stig hvort sem verður að teljast sanngjörn niðurstaða.


Tölfræði

 

Aukaspyrnur

KA: 6

Víkingur 6

 

Gul Spjöld

KA: 2

Víkingur 1

 

Skot /á mark

KA: 9/4

Víkingur: 13/3

 

Hornspyrnur

KA: 3

Víkingur: 7

 

Rangstöður

KA: 1

Víkingur 5

 

Leikmenn:

 

Kristján Freyr: 

2 brot

1 gult

 

Haukur Hinriksson:

1 brot

 

Jakob Hafsteinsson:

1 skot á mark

2 framhjá

 

Túfa:

2 brot

1 gult

 

Brian Gilmour:

1 brot

 

Jóhann Helgason

2 skot á markið

1 framhjá

 

Hallgrímur Mar:

2 skot á mark

1 framhjá 

1 rangstæða