Umfjöllun: Tap fyrir Skaganum (Myndir)

Umfjöllun að þessu sinni verður grátlega mögur og leiðinleg, en kerfið tók mig duglega aftan frá þegar ég var búinn að semja maraþon umfjöllun, semja magnaðan pistil og taka saman "reynslu" tölfræði.
En KA tapaði í gær 5-0 fyrir reynslumiklu skagaliði

5-0 endurspeglar á engan hátt gang leiksins en reynslumikið skagalið kláraði nánast öll sín færi úr vel útfærðum skyndisóknum.

KA voru virkilega sprækir í seinni hálfleik og ætluðu sér að halda í við skagann en allt kom fyrir ekki og 5-0 tap staðreynd.

KA því stigalasut eftir 2 umferðir

Myndir frá leiknum má sjá með því að smella hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson