2.flokkur gerði markalaust jafntefli við Þór

Orri var rekinn af velli í gær
Orri var rekinn af velli í gær
Í gær fóru strákarnir í 2.flokki norður fyrir Glerá, og kepptu við Þórsara á Þórsvellinum, Fyrir leikinn voru KA strákar í 8.sæti, 1 stigi frá Keflavík í fallsæti, En Keflavík átti aðeins 1 leik eftir en KA 2. Á meðan voru Þórsarar í 3.sæti 1.stigi á eftir FH og hefðu með sigri getað tryggt sér 2.sætið.

Fyrri hálfleikur var heldur rólegur og fá marktækifæri litu dagsins ljós, en hápunktur hálfleiksins var á 40.mínútu þegar Orri Gústafsson leikmaður KA fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu, og KA menn því einum færri.

Seinni hálfleikur var KA erfiður, manni færri og að spila á móti sterkum vindi, en flott varnarvinna og góð samheldni í liðinu hélt boltanum frá markinu, þó svo Þósarar hafi sótt stíft undir lokinn hélt vörn KA gríðarlega vel og uppskar markalaust jafntefli.

Aðeins einn leikur er eftir af tímabilinu, sá leikur er gegn Fram 24.sept næst komandi, á KA-Vellinum kl 17:15.
En KA nægir Jafntefli úr leiknum til að gull tryggja sæti sitt í A-deildinni.