Umfjöllun: Fjarðabyggð - KA

Á fimmtudagskvöldið fóru KA-menn til Eskifjarðar og léku gegn Fjarðabyggð í fyrsta leik seinni umferðar mótsins. Leikurinn var algjör endurtekning af leik liðanna í vor - sömu markaskorarar og sami gangur leiksins, 2-2.

Fjarðabyggð 2 - 2 KA

0-1 Arnar Már Guðjónsson
1-1 Vilberg Marinó Jónasson
2-1 Guðmundur Atli Steinþórsson
2-2 Steinn Gunnarsson

Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is

Sandor

Túfa - Elmar - Janez - Ingi
Norbert
Dean M. - Arnar M. - Guðmundur Ó. - Almarr (F)

Gyula

Varamenn: Þórður Arnar, Andri Fannar, Hjalti Már, Steinn G.(Guðmundur, 87mín), Sveinn Elías Jónsson.

Til að lesa um gang leiksins bendum við á umfjöllun Fótbolta.net um leikinn hér að ofan.

Leikurin var eins og of oft áður í sumar - KA-menn sterkari en ná ekki að nýta sér yfirburðina og koma boltanum í netið.

Nýji framherjinn, Júlli, misnotaði svakalegt dauðafæri og svo vantaði oft herslumuninn á að koma boltanum í netið úr hálffærunum en samt sem áður var KA-liðið ekki að spila sinn besta leik þrátt fyrir að hafa haft yfirburði í leiknum.

Næsti leikur er gegn Víkingum frá Reykjavík á Akureyrarvellinum á mánudagskvöldið en KA-menn eiga harma að hefna frá því í leiknum í Víkinni fyrr í sumar þar sem Víkingar fóru með 3-1 sigur af hólmi.