KA-menn léku gegn úrvalsdeildarliði Fram á sumardaginn fyrsta fyrir sunnan og tapaði með minnsta mögulega mun. Egill Ármann Kristinsson var á
staðnum og skrifaði um leikinn.
Fram 1 - 0 KA
1-0 Ívar Björnsson ('3)
Steinþór
Haukur H. - Haukur Hin. - Sigurjón - Ingi F.
Guðmundur Ó. - Túfa - Arnar M. - Hjalti M.
Andri F.
Bjarni P.
Varamenn: Hallgrímur Már Steingrímsson(Hjalti 15.mín), Magnús Blöndal(Hallgrímur 58.mín) Orri
Gústafsson(Bjarni 60.mín), Jakob Hafsteinsson(Andri 63.mín), Árni Arnar Sæmundsson(Guðmundur Óli 73.mín), Davíð Rúnar
Bjarnason(Arnar Már 80.mín) Sveinbjörn Steingrímsson.
Það var ekkert glans veður sem boðið var uppá í Reykjavík á fimtudaginn. Kalt var í veðri og hellirigning allan leikinn.
Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir okkur KA-menn. Framarar sækja upp völlinn á 3 mínútu og er það Hjálmar Þórarinsson sem
fær boltann úti vinstra meginn, sendi bolta á lofti inn í teiginn þar sem Ívar Björnsson skallar boltann rétt innan við
vítateigslínuna og yfir Steinþór sem stóð í marki KA-mann. Staðan því 1-0 eftir 3.mínútna leik og útlitið
ekki gott.
Eftir markið byrjuðu KA-menn hinsvegar leikinn og voru mun líklegri. Hjalti Már átti ágætis skot utanaf vinstri kantinum sem fór rétt yfir.
Hjalti Már þurfti síðan að yfirgefa völlinn sökum meiðsla á 15 mín.
Það sem eftir lifði fyrri hálfeiks gerðist fátt marktækt, leikurinn var mjög jafn og spilaðist að mestum hluta á miðjum vellinum en
hallaði þó aðeins meira yfir á vallarhelming fram. Staðn í hálfleik því 1-0 fyrir fram.'
Í seinni hálfleik var svipað upp á teningnum og í lok þeim fyrri. Lítið að gerast og fátt um marktækifæri. Á 50
mín sér Arnar Már að markmaður Fram stendur framarlega og reynir hann skot af 30 m færi en boltinn fór yfir markið. Hallgrímur Már sem kom
inná fyri Hjalta á 15 mín þurfti síðan að fara útaf á 58. mín vegna meiðsla og inná í hans stað kom Magnús
Blöndal.
En það var á 70 mín þegar eina alvöru færi leiksins leit dagsins ljós, þá vinnur Magnús Blöndal boltann við
hliðarlínu og kemur boltanum á Inga Frey sem næra að pikka honum innfyrir á Orra Gústafsson sem sleppur einn á móti markmanni fram, Orri var
hinsvegar of lengi að skjóta á markið og komst varnarmaður Fram fyrir skotið, Ingi Freyr fylgir eftir en nær ekki að koma boltanum í markið.
Eftir það gerðist ekkert í leiknum og Fram fór því með 1-0 sigur af hólmi í frekar bragðdaufum leik.
KA barðist mjög vel, náði að halda boltanum ágætlega innan liðsins framan af leik en síðustu 20 mín lág dáltið á
okkar mönnum. Í lið KA manna vantaði þá Sandor Matus og Norbert Farkas em heldu til Ungverjalands á fimmtudag þar sem þeir verða fram í
þessa viku.
Þetta var síðasti æfingaleikur KA fyrir Íslandsmótið en fyrsti leikur KA er á móti Selfoss á útivelli Sunnudaginn
10.maí.
- Egill Ármann Kristinsson