Sl. laugardag ferðuðust KA-menn til Vestmannaeyja til að taka á toppliði ÍBV sem hafði ekki tapað stigi fyrir leikinn og einungis fengið á sig eitt
mark fyrir leikinn.
ÍBV 1 - 0 KA
1-0 Atli Heimisson ('66)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Umfjöllun á Suðurlandinu.is
Leikskýrslan
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Janez - Ingi
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Andri F. - Steinn G.
Almarr (F)
Varamenn: Guðmundur Óli(Andri F, 86. mín), Sveinn Elías(Dean M, 54. mín),
Baldvin, Magnús Blö., Orri(Steinn, 75. mín).
Þar sem við vorum ekki með fréttaritara verðum við að benda á umfjallanir á öðrum miðlum og þ

ar á meðal þessar tvær sem eru
tenglar á hér að ofan. Þær gefa ágætis mynd af leiknum sem var tiltölulega vel leikinn hjá KA-mönnum þrátt fyrir
tapið.
Liðið fékk enn og aftur á sig ódýrt mark og verður að fara koma í veg fyrir það en úti á vellinum var leikurinn jafn og
KA-menn fengu þónokkur fín færi og pressuðu stíft í lokin. Til dæmis hefði Ingi Freyr getað jafnað metin þegar lítið var
eftir þegar hann fékk frítt skot nánast af markteignum en því miður hafnaði skotið í varnarmanni Eyjamanna.
Staðreyndin samt sem áður 1-0 tap og það eru mörkin sem telja þó liðið hafi spilað vel. Eyjamenn með sex stiga forskot á toppnum
eftir leikinn en KA-menn í áttunda sætinu en deildin er mjög jöfn á miðjusvæðinu og með sigri í næstu leikjum myndu KA-menn
þokast hratt upp töfluna en næstu deildarleikir eru gegn Leikni, Þór og Stjörnunni.
Næsti leikur er þó hörkuleikur í bikarnum gegn Breiðablik á Kópavogsvelli á fimmtudaginn nk. kl. 18:00. Nánar um hann
síðar.
Mynd: Túfa í leiknum á laugardaginn /
sudurlandid.is