Á mánudaginn mættust KA og Þór í Lengjubikarnum og skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Umfjöllun með myndum.
Leikskýrsla
Riðill 1 - A deild Lengjubikars
Þór 1-1 KA
0-1 Dean Martin ('32)
1-1 Jóhann Helgi Hannesson ('85)
Sandor
Haukur H. - Norbert - Sigurjón - Ingi F.
Dean M. - Túfa - Andri F. (F) - Steinn G.
Guðmundur Ó.
Bjarni P.
Varamenn: Hjalti Már Hauksson(Steinn G., 46. mín), Aksentije Milisic, Steinþór Már Auðunsson, Sveinbjörn Már
Steingrímsson(Ingi F., 46. mín), Jakob Hafsteinsson, Haukur Hinriksson(Sigurjón, 80. mín), Ómar Friðriksson.
KA-menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en vantaði alltaf herslumuninn á að ná að koma sér í opin færi þrátt fyrir
að vera mun meira með boltann.
Það var síðan á 32. mínútu að Steinn Gunnarsson átti góða fyrirgjöf af vinstri kantinum sem barst út í teiginn
á Dínó sem var mættur og kláraði færið virkilega vel í nærhornið og KA-menn komnir yfir 1-0.
Þegar þarna var komið voru KA-menn sterkari aðilinn á vellinum en enn vantaði herslumuninn á að komast í almennileg færi og bæta við
mörkum og staðan því 1-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri, KA-menn meira með boltann en þegar fór að líða á leikinn fóru
Þórsararnir að sækja í sig veðrið. Þeir gulklæddu fengu þó nokkur tækifæri til að bæta við marki og gera
út um leikinn en Bjarni Pálma átti sérstaklega gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá Dínó en Bjarni skallaði yfir af stuttu
færi.
Það kom í bakið á okkar mönnum þegar kantmaður þeirra gaf fyrir, Haukur Heiðar reyndi að koma boltanum í burtu en svo illa vildi til
að boltinn fór af honum og í stöngina og þaðan á Þórsara sem náði að koma boltanum yfir línuna og einungis fimm
mínútur eftir.
Fátt markvert gerðist og leikurinn fjaraði út hægt og rólega og niðurstaðan því 1-1 jafntefli og geta KA-menn sjálfum sér um
kennt að hafa ekki verið búnir að klára leikinn þar sem þeir höfðu yfirburði mest allan leikinn.