KA-menn tóku á móti Aftureldingu í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins á Akureyrarvelli í gærkveldi. Frekar kalt var í veðri og
norðanáttin reyndist leikmönnum stundum frekar erfið. KA menn fjölmenntu að vanda á leikinn þó svo mætingin hefði mátt vera betri.
KA 3 - 1 Afturelding
1-0 Norbert Farkas (´2)
1-1 Alexander Hafþórsson (’10)
2-1 David Disztl (´12)
3-1 David Disztl (´38)
Sandor
Haukur H. - Norbert - Þórður - Hjalti M.
Bjarni P. - Túfa - Arnar M. (F) - Guðmundur Ó.
Andri F.
Disztl
Varamenn: Dean Martin(Disztl, 64. mín), Davíð Rúnar Bjarnason, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Haukur Hinriksson,
Sigurjón Fannar Sigurðsson, Magnús Birkir Hilmarsson og Orri Gústafsson.
Fyrri hálfleikur leiksins var frábær skemmtun sem hófst strax á annarri mínútu þegar Haukur Heiðar hentist upp kantinn á fleygi
ferð, sendi fyrir beint á félaga sinn Norbert Farkas sem lagðan í netið, frábær byrjun hjá KA mönnum. Það var svo átta
mínútum síðar sem markaskorarinn sjálfur Norbert Farkas fékk boltann í vörninni og ætlaði sér að senda til baka á Sandor
í markinu, en góð pressa aftureldingar skilaði sér vel og Norbert “panicaði“ aðeins og gaf flotta stungusendingu á Alexander
Hafþórsson leikmann aftureldingar sem kláraði boltann í netið framhjá Sandor og staðan óvænt orðin 1-1.
En Adam var ekki lengi í paradís því aðeins tveim mínútum síðar fengu KA menn aukaspyrnu útá kanti við miðjuna,
smá misskilningur virtist vera hver ætti aukaspyrnuna og töldu leikmenn Aftureldingar sig vera að fá aukaspyrnu, En Túfa nýtti sér þennan
rugling og sendi háan bolta inná Bjarna Pálma sem brunaði að markinu leit upp og sá kollega sinn David Ditszl, Bjarni sendi auðveldan bolta á
David sem gat ekki annað en rennt honum í markið sem og hann gerði, 2-1 KA mönnum í vil og David Disztl að skora annan leikinn í röð. Hreint
út sagt mögnuð byrjun á leiknum.
Leikmenn Aftureldingar voru staðráðnir í að koma sér aftur inní leikinn og á 22.mínútu fengu þeir aukaspyrnu á vallarhelmingi
KA, kom hár bolti fyrir og beint á kollinn á Alexander Hafþórssyni sem náði góðum skalla en Matus Sandor vandanum vaxin í markinu
og bjargaði glæsilega.
KA menn náðu á köflum upp mjög góðu spili og á 30 mínútu, prjónuðu þeir sig í gegnum miðju og vörn
Aftureldingar með góðu spili sem endaði með því að Bjarni Pálma átti flotta sendingu inn fyrir vörnina á Hauk Heiðar sem var
í ákjósanlegu færi en honum brást bogalistinn allsvaðalega þegar hann dúndraði boltanum langt framhjá. KA menn héldu áfram
að sækja og á 35. Mínútu fengu þeir aukaspyrnu útá kanti, Haukur Heiðar tók spyrnuna og sendi háan bolta á fjær
þar sem David skallaði boltann aftur fyrir markið og eftir dágóða stund og smá rugling náði Norbert skoti að marki, en inn vildi boltinn ekki
í þetta skiptið.
Á 38 mínútu var Haukur Heiðar enn og aftur með ferð upp kantinn sendi stuttan bolta á Guðmund Óla sem settan lengra út í horn á
Hauk sem gaf hnitmiðaða sendingu fyrir á David sem tók boltann niður og settan svo auðveldlega í markið, staðan orðin 3-1 fyrir KA, og David Disztl
að skora sitt 3 mark í 2 leikjum og allt lýtur út fyrir það að hann hafi fundið markaskónna að nýju. Fyrri hálfleikur fjaraði
svo hægt og rólega út og gengu leikmenn KA til búningsherbergja með gott forskot.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og virtist sem leikmenn aftureldingar, hafi fengið góða og vel orðaða ræðu frá Ólafi Ólafssyni
þjálfara Aftureldingar, því strax á fyrstu mínútu hálfleiksins slapp Alexander Hafþórsson í gegnum vörn KA enn skot hans
slappt og beint á Sandor í markinu sem var kominn vel á móti. Á 49 mínútu slapp Alexander svo aftur í gegn en í þetta skiptið
skaut hann himin hátt yfir. Rúmri mínútu síðar fékk afturelding horn, tóku það stutt og komu svo með háan bolta á
fjær þar sem þrír leikmenn voru óvaldaðir, boltinn hafnaði á kollinum á Wentzel Steinarri Kamban sem skallaði rétt
framhjá, og það virtist sem KA menn væru ekki mættir til leiks í seinni hálfleik.
Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta, en baráttan á miðjunni var rosaleg og mikið um brot en alls fengu 5 leikmenn Aftureldingar að líta gult
spjald en aðeins Hjalti Már hjá KA.
Á 72. mínútu keyrði varamaðurinn Dean Martin upp kantinn, en hann hafði komið inná fyrir David Disztl 5 mínútum fyrr,
Dínó átti síðan hnitmiðaðan bolta fyrir beint á kollin á Bjarna Pálma sem var dauðafrír en skallinn fór yfir. 2
mínútum síðar náði KA upp góðu spili sem endaði með því að Andri Fannar vippaði skemmtilega yfir varnarmann Aftureldingar,
boltinn barst á Guðmund Óla sem keyrði upp kantinn, sendi boltann út á Arnar Má sem var einn og óvaldaður rétt utan teigs en skot hans
fór framhjá.
Svolítið var um mistök í vörninni hjá KA í dag og virtust menn nokkuð taugaóstyrkir á boltanum í öftustu línu, gott
dæmi um það kom á 77. mínútu þegar kom hár bolti fram hjá Aftureldingu og Norbert missti boltann klaufalega framhjá sér og eins
og oft áður í leiknum slapp Alexander Hafþórsson einn í gegn en enn og aftur klikkaði hann illa en í þetta skiptið skaut hann beint á
Sandor sem gat lítið annað gert en að handsama knöttinn og þakka honum fyrir.
Leikurinn fjaraði smám saman út og leikmenn Aftureldingar virtust ekki hafa neina trú á því að geta náð sigri en svekktir voru þeir
og áhorfendur fengu að sjá það á 92 mínútu þegar Gestur Ingi Harðarson braut af sér klaufalega og var verulega pirraður og
fékk að launum sitt annað gula spjald og var vinsamlegast beðinn að yfirgefa völlinn, en í kjölfarið flautaði ágætur dómari
leiksins til leiks loka og 3-1 sigur því staðreynd.
KA því komið áfram í 16-liða úrslit en eina ferðina, en dregið verður á mánudaginn.
Liðin í pottinum:
• Fjarðabyggð
• Þór
• Höttur
• Reynir S.
• Fram
• KA
• ÍBV
• Víðir
• KR
• Breiðablik
• HK
• Fylkir
• FH
• Valur
• Grindavík
• Keflavík
- Jóhann Már Kristinsson
Myndir í fréttinni tók Sævar Geir Sigurjónsson.












