Í kvöld tóku KA –menn á móti HK í vægast sagt leiðinlegu veðri á Akureyrarvelli,það var kalt, norðan áttin var
alls ráðandi og ekki bætti úr skák að rigning gerði vart við sig.
KA 1-3 HK
1-0 David Disztl ('37)
1-1 Ásgrímur Albertsson ('46)
1-2 Almir Cosic ('60)
1-3 Rúnar Már Sigurjónsson ('75)
Sandor
Haukur H. - Norbert - Þórður - Hjalti M.
Dean M. - Túfa - Arnar M. (F) - Ingi F.
Guðmundur Ó.
Disztl
Varamenn: Þorvaldur Sveinn(Norbert, 18. mín), Bjarni Pálma, Andri Fannar(Ingi Freyr, 64. mín), Hallgrímur Mar, Orri
Gústafs.
KA voru frískir í byrjun og byrjuðu af miklum krafti og strax á annarri mínútu átti Dínó sendingu inn fyrir vörn HK á David
Disztl sem náði ekki að koma sér í góða skot stöðu og átti laust skot beint á Ögmund Ólafsson í marki HK
KA náði oft upp góðu spili í fyrri hálfleik, og gott dæmi var um það á 5 mínútu þegar þeir voru búnir
að láta boltann ganga á milli sín og endaði svo með því að Haukur Heiðar var staddur útá kanti með boltann og átti
góða fyrirgjöf beint á skallann á Dínó sem náði ágætum skalla sem Ögmundur varði ágætlega.
Á 18 mínútu urðu KA svo fyrir miklu áfalli þegar varnarmaðurinn sterki Norbert Farkas var borinn af velli, og hefur undirritaður heimildir fyrir
því að krossband hafi slitnað hjá kappanum og þýðir það að hann verður frá út tímabilið, sem er mjög
slæmar fréttir fyrir KA,
Kom þá frekar róelgur kafli eftir þetta en KA voru alltaf í við sterkari og meira með boltann það var svo á 37. Mínútu sem
David nokkur Disztl náði að brjóta ísinn með flottum skalla í fjær hornið eftir sendingu Dínó.
Fyrri hálfleikur fjaraði svo út og ekkert markvert gerðist.
Seinni hálfleikur var engin dans á rósum og byrjuðu KA menn illa og fengu á asig mark eftir aðeins 2 mínútur, þegar HK fékk hornspyrnu
tóku hana stutt, flottur bolti fyrir og gamla brýnið Ásgrímur Alberts flikkaði honum laglega í fjærhornið,
KA menn reyndu en lítið gekk, á 52 mínútu fór Ögmundur í markinu hjá HK í skógarferð og eftir smá darraðadans
í teignum skaust boltinn út til David á teignum og var hann fyrir auðu marki, lét hann skotið ríða af en leyndist ekki einn lítill HK-ingur
í markteignum sem náði að losa boltann í burtu,
5 mínútum seinna náðu Dínó og Haukur Heiðar upp ágætu spili sem endaði með flottri fyrirgjöf frá Hauk beint á kollin
á Arnar Má sem náði engum kraft í skallann og lak boltinn því á Ögmund í markinu.
Á 60 mínútu voru KA menn svo slegnir í rot þegar Almir Cosic kom með skot af 25 metra færi uppúr engu, og boltinn söng uppí
samúel, eitt af flottari mörkum sumarsins.
Eftir þetta voru KA menn hálf daufir í dálkinn en pirringurinn og svekkelsið leyndi sér ekki, og var fyrirliða KA heppin með að sleppa með gult
spjald þegar hann klippti Almir Cosic niður og sem betur fer var dómarinn ekki alveg með augun hjá sér.
Það var svo á 76 mínútu sem að Rúnar Már Sigurjónsson kláraði leikinn er hann labbaði í gegnum vörn KA og lagðan
framhjá Sandor í markinu
KA reyndi eins og þeir gátu að jafna en voru alls ekki nógu beittir og lítil sem engin hætta skapaðist, eina sem þeir náðu að skapa
sér dauðafæri sem Haukur Heiðar fékk í lokinn KA átti hornspyrnu, boltinn barst til Hauks í markteig HK og á einhvern undraverðan
hátt skaut hann boltanum himinn hátt yfir.
Góður dómari leiksins flautaði leikinn svo af og 3 tap KA í röð staðreynd,
Við þetta féll KA niðrí 5 sæti og situr þar 9 stigum á eftir Selfoss á toppnum
En næsti leikur KA er einmitt geng Selfoss næstkomandi laugardag á Akureyrarvelli kl 14:00.
-Jóhann Már Kristinsson