Umfjöllun: KA - Leiknir

Í kvöld tóku KA menn á móti Leikni, í blautu veðri á Akureyrarvelli. Leikurinn var mjög bragðdaufur og frekar leiðinlegur á löngum köflum en leikurinn einkendist af mikilli baráttu.


Á  10 mínútu fengu KA menn sitt besta færi í leiknum þegar brotið var á David Disztl útá kanti. Dínó framkvæmdi spyrnunna og setti þéttingsfastann bolta beint á hausinn á Hauk Heiðari sem átti þokkalegan skalla rétt framhjá.

Á 35 mínútu prjónaði Leiknismaðurinn Fannar Þór Arnarsson sig í gegnum vörn KA en átti svo slakt skot framhjá.

Það dró til tíðinda á 40 mínútu þegar Leiknir átti fínt spil á kantinum sem endaði með fyrirgjöf á fjær, þar sem Helgi Pétur Jóhannsson var einn og óvaldur og átti ekki í vandræðum með að leggja boltan í autt markið.

fyrri hálfleikur fjaraði svo út.

Seinni hálfleikur byrjaði frekar rólega en á 50.mínútu fékk Kári Einarsson að hlaupa með boltan upp vallarhelming KA og náði flotti skoti sem stemdi í fjær hornið, en Sandor varði frábærlega í markinu

Leiknir náði oft upp ágætu spili og á 55 mínútu spiluðu þeir frábærlega saman á kantinum sem endaði með fyrirgjöf fyrir markið, sem Sandor náði að pota í en hann kom honum ekki langt í burtu og Kristján Páll Jónsson hirti boltan í tegnum og skaut honum uppí þaknetið og kom Leikni í 2-0.

Þetta mark sló KA alveg útaf laginu og náðu þeir ekki upp neinu spili, á 77.mínútu fengu þeir þó ágætis færi þegar Dínó átti flotta fyrirgjöf inní teig beint á kollin á Bjarna Pálma sem náði ekki nógu hnitmiðuðum skall og lak boltinn því framhjá. Þetta var það síðasta markverða sem gerðist í leiknum og flautaði vægast sagt slakur dómari leiksins til leiksloka og 2-0 sigur Leiknis staðreynd,

 

-Jóhann Már Kristinsson