Á þriðjudagskvöldið tóku KA-menn á móti Njarðvík en okkar menn áttu harma að hefna eftir síðasta leik liðanna
þar sem Njarðvíkingar tóku öll þrjú stigin, fyrr í sumar.
KA 2 – 1 Njarðvík
0-1 Aron Már Smárason(´30)
1-1 Arnar Már Guðjónsson (´43)
2-1 Elmar Dan Sigþórsson (´81)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Staðan í deildinni
Leikskýrslan
Sandor
Haukur Hei. - Elmar (F) - Janez - Hjalti
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Norbert. - Andri J.
Gyula
Varamenn: Steinn G, Andri Fannar(Gyula, 74mín), Magnús Blö, Arnór Egill, Orri G.
Engar breytingar vou gerðar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Haukum í síðustu umferð.
Leikurinn í kvöld var ekki mikið fyrir augað en KA var ívið sterkari aðilinn og sótti meira en gestirnir. Fátt markvert gerðist fyrstu
mínútur leiksins en eins og áður segir voru KA sterkari og færin voru okkar.
En á 30. mínútu komust Njarðvík yfir þvert gegn gangi leiksins. Alexander Magnússon átti þá góðan sprett upp kantinn
vinstra megin og gaf fína fyrirgjöf á Aron Má Smárson sem stangað boltann laglega í netið, óverjandi fyrir Sandor í markinu.
Eftir markið sóttu KA en harðar að marki gestanna og endaði það með marki. Andri J. lagði boltann á Arnar Má eftir að hafa fengið langa
sendingu úr vörninni og Arnar tók eina snertingu og þrumaði boltanum ofarlega í stöng og inn óverjandi fyrir markvörð Njarðvíkur.
Líklega eitt af betri mörkum sumarsins á Akureyrarvelli. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn út og staðan því 1-1 er liðin gengu
til búningsherbergja.
Síðari hálfleikur var skugginn af þeim fyrri og var lítið um alvöru færi. KA liðið var þó meira með boltann og
þóttu ávallt líklegri að skora en gestir

nir sem virtust vera orðnir sáttur með stöðunna sem var kominn, reyndu hvað þeir gátu
til að fara með eitt stig í farteskinu heim á leið.
Það var síðan á 81. mínútu sem sigurmarkið kom. Njarðvíkingar áttu þá í töluverðu basli með að
koma boltanum frá marki sínu eftir hornspyrnu en tókst ekki betur en svo að boltinn rataði til Dean Martin sem gaf góða fyrirgjöf á fyrirliðan
Elmar Dan sem kom á ferðinni og skallaði boltann snyrtilega framhjá Ingvari markverði gestanna.
Eftir markið hélt KA einfaldlega fengnum hlut og fjaraði leikurinn síðan út. 2-1 sigur því staðreynd, gríðarlega góður sigur.
Það sýnir einfaldlega styrkleika að klára svona leik þrátt fyrir að spilamennskan hafi oft á tíðum verið betr

i. En sterkt að koma til baka og
innbyrða skyldu heimasigur, en undirritaður fer ekkert ofan að því að þetta lið eiga bara ekki að tapa stigum á heimavelli svo einfalt er
það.
Að mínu mati stóðu Arnar Már og Túfa sig best í dag og er gott að sjá Arnar sé farinn að skora grimmt og er óskandi að hann
haldi því bara áfram. Túfa sýndi frábæra baráttu og var virkilega gaman að sjá hann í dag.
Næsti leikur er síðan gegn KS/Leiftri á föstudaginn næstkomandi á Siglufirði klukkan 19.00.
- aðalsteinn halldórsson