KA-menn tóku á móti Stjörnunni á sunnudaginn sl. í geysilega mikilvægum leik fyrir bæði lið hvað varðar framhaldið en
því miður rændu gestirnir stigunum þremur í dramatískum leik.
KA 0 - 1 Stjarnan
0-1 Ellert Hreinsson ('93)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is
Sandor
Haukur Hei. - Norbert - Janez - Ingi
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Guðmundur Ó. - Steinn G.
Almarr (F)
Varamenn: Hjalti Már Hauksson(Dean M., 81. mín), Andri Fannar, Sveinn Elías(Steinn G., 70. mín) , Elmar Dan,
Þórður Arnar.
Eftir tvo góða sigra hjá KA-mönnum mættu okkar menn Stjörnunni og

vonuðust eftir þriðja sigrinum í
röð. Dínó gerði engar breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Þór.
Leikurinn byrjaði rólega en þó áttu Stjarnan nokkur hálffæri. Stjarnan byrjaði betur fyrsta korterið en eftir það voru KA-menn meira
með boltann án þess
þó að skapa sér færi. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks átti Zoran Stojanovic, framherji Stjörnunnar, þegar hann fékk
sendingu frá vinstri en skalli hans
fór í stöngina. Ekki meira markvert gerðist í fyrri hálfleik sem var mjög rólegur.
Í seinni hálfleik var aðeins meira um marktækifæri en þó fá dauðafæri. Á 51. mínútu átti Steinn góða
sendingu inn í teig þar sem Guðmundur Óli kom á ferðinni en Stjörnumenn komust fyrir skot hans. Besta færi seinni hálfleiks fengu þó
Stjörnumenn á 60.mínútu. Mikill atgangur var í teignum en á endanum
barst boltinn til Zoran sem átti skot að stuttu færi en Sandor varði meistaralega.

Lítið gerðist eftir það en KA menn héldu boltanum vel en ekki tókst að skapa nægilega góð færi. Þeir fengu þó
fínt færi á 84. mínútu þegar Arnar Már tók aukaspyrnu út á vinstri kantinum. Arnar senti boltann inn í teig en skalli
Norbert Farkas var vel varinn af Bjarna Þórði, markverði Stjörnunnar.
Allt virtist stefna í jafntefli en þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Hjalti Már, sem hafði komið
inn á sem varamaður, af stuttu færi. Skot Guðmunds Óla fór af varnarmanni og beint í fætur Hjalta. En aðstoðardómarinn flaggaði
rangstöðu og því ekki mark. Að mati fréttaritara var mjög tæpt hvort um rangstöðu hafi verið að ræða en það hefur
þá verið mjög tæpt.
Á meðan KA-menn fögnuðu markinu, tóku Stjörnumenn aukaspyrnuna hratt, og að því virtist á röngum stað, og brunuðu upp
í sókn þar sem Ellert Hreinsson og Zoran voru tveir á J

anez, Ellert ákvað að fara sjálfur og skoraði hann framhjá Sandor og í staðinn fyrir
jafntefli sem hefði verið sanngjarnt stela Stjörnumenn stigunum þremur.
KA menn mótmæltu markinu mikið og fékk Arnar Már gult spjald í kjölfarið, sitt fjórða í sumar og verður hann því
í leikbanni gegn Ólafsvíkingum.
KA voru að halda boltanum ágætlega en tókst illa að skapa sér færi. Stjarnan fékk tvö bestu færin en þrátt fyrir það
voru KA mikið meira með boltann.
Næsti leikur er gegn Víkingum frá Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli á laugardaginn kemur en ljóst er að þar verða KA-menn
að sýna úr hverju þeir eru gerðir og taka öll þrjú stigin!
- davíð rúnar bjarnason