Góð stemning var meðal þeirra rúmlega þúsund áhorfenda sem mættu á leik KA og Þórs. Ítarleg umfjöllun með
myndum og myndböndum frá leiknum á föstudag.
Leikurinn var í beinni lýsingu á vefsíðunni og má lesa hana
hér.
Leikskýrslan
Staðan í deildinni
KA 2 - 0 Þór
1-0 Andri Fannar Stefánsson ('19)
(Myndband af markinu)
2-0 Norbert Farkas ('69)
(Myndband af markinu)
Sandor
Haukur H. - Norbert - Sandor - Hjalti M.
Dean M. - Túfa - Andri F. - Steinn G.
Arnar M. (F)
Disztl
Varamenn: Steinþór Már Auðunsson (M), Þórður Arnar Þórðarson, Sigurjón Fannar Sigurðsson,
Orri Gústafsson(David Disztl, 85. mín), Magnús Blöndal(Steinn G., 87. mín).
Fyrsti heimaleikur KA í sumar var stórleikur gegn Þór síðastliðinn föstudag.

Ákveðið var að spila á Akureyrarvellinum sem var enn í
vorbúningi og því hefur hann alveg litið betur út. Dean Martin stillti upp örlítið breyttu liði frá því í Selfoss leiknum
helgina áður. Hjalti Már kom inn í vinstri bakvörðinn fyrir Inga Frey og nýji framherji KA David Distzl spilaði frammi í stað Bjarna
Pálmasonar. Ingi og Bjarni voru báðir meiddir. Sandor Forizs kom einnig inn í byrjunarliðið fyrir Sissa sem meiddist í síðasta leik og þurfti
þá að fara að velli snemma í leiknum, Sissi var þó á bekknum gegn Þór. KA stillti því upp byrjunarliði með fleiri
erlendum leikmönnum en íslenskum.
Það var fín mæting á völlinn í kvöld og stuðningsklúbbar félagana Vinir Sagga og Mjölnismenn fóru fyrir sínum
mönnum. Vinir Sagga hituðu upp fyrir leikinn á veitingastaðnum DJ Grill og var fín mæting þar og vonandi að áframhald verði að þessari
upphitun. Leikurinn hófst rólega og fátt markvert gerðist fyrr en á 19. mínútu þegar KA sótti upp vinstri kantinn og áttu sendingu
fyrir markið sem var skölluð í burtu og boltin barst á lofti í átt að Andra Fannari sem

skaut viðstöðulausu skoti í samskeytin, stöngin inn.
Stórglæsilegt mark hjá þessum efnilega leikmanni KA.
Leikurinn hélt áfram að vera rólegur og það var ekki fyrr en á 38. mínútu að næsta færi leit dagsins ljós. Dean Martin
átti þá sendingu fyrir sem endaði hjá öðrum ungum KA manni, Hauki Heiðari sem skaut yfir markið af markteig. Þórsarar fengu
síðan sitt besta færi í fyrri hálfleik rétt fyrir lok hálfleiksins en þá fékk fyrrum KA maðurinn Sveinn Elías
Jónsson fína sendingu innfyrir vörn KA en Sveinn skaut máttlitlu skoti að markinu sem fór framhjá.
Síðari hálfleikurinn var talsvert fjörugri en sá fyrri og fengu Þórsarar fyrsta almennilega færi hálfleiksins þegar Lárus Orri
Sigurðsson náði þá föstu skoti að marki KA manna sem Sandor Matus þurfti að hafa sig alla

n við til þess að verja. Stuttu síðar fór Steinn
Gunnarsson illa með varnarmann Þórs og sendir fyrir á Deano sem því miður fór illa með gott marktækifæri. Eftir þetta tók
KA öll völd á vellinum og fékk KA nokkur hálffæri áður en Norbert Farkas kom KA í 2-0 þegar hann klippti boltann í netið eftir
klafs í teignum eftir aukaspyrnu frá Dean Martin. Steinn Gunnarsson sem var mjög líflegur í kvöld átti síðan annan sprett upp vinstri kantinn
og komst einn á móti Atla Má í marki Þórs, Steinn náði að komast framhjá Atla en steig svo á boltann áður en hann
náði að ýta honum yfir línuna og Atli náði boltanum aftur. Stuttu síðar flautaði Valgeir Valgeirsson leikinn af. og sanngjarn 2-0 sigur KA
staðreynd.
Bestu leikmenn KA í leiknum voru að mínu mati Andri Fann

ar, Steinn var líflegur í þau fáu skipti sem KA sótti upp vinstri kantinn og síðan var Sandor öruggur
í sínum aðgerðum í markinu. David Distzl sýndi ekki mikið í sínum fyrsta alvöru leik fyrir KA en vonandi mun hann sýna
góða takta í næstu leikjum og skora nokkur mörk í leiðinni.
Eftir leikinn er KA í þriðja til fimmta sæti með fjögur stig og næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Leikni R. sem eru með eitt stig
eftir að hafa gert jafntefli við ÍA. Það er vonandi að KA menn mæti klárir í þann leik og taki þrjú stig með sér
norður.
Andri Fannar var valinn maður leiksins af dómnefnd og fær að launum út að borða í boði veitingastaðsins Striksins.
- Gunnar Þórir Björnsson
Myndirnar í greinni tók Sævar Geir Sigurjónsson.
Fleiri myndir koma á síðuna innan skamms.