Á mánudagskvöldið komu Víkingar úr Reykjavík norður og léku gegn KA-mönnum en í fyrri umferðinni fóru Víkingar
með 3-1 sigur af hólmi en annað var uppi á teningnum í úrhellinu á Akureyrarvellinum.
KA 1 - 1 Víkingur R.
0-1 Daníel Hjaltason ('16)
1-1 Gyula Horvarth ('22)
Umfjöllun á Fótbolta.net
Leikskýrslan
Deildin á KSÍ.is
Sandor
Haukur Hei. - Elmar - Janez - Ingi
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Norbert. - Almarr (F)
Gyula
Varamenn: Andri Fannar, Hjalti Már, Sveinn Elías, Guðmundur Óli(Almarr, 78. mín), Steinn G(Túfa, 82. mín).
Úrhellisrigning var allan tíman meðan á leik stóð og setti stóran svip á leikinn.

Leikurinn var afar þýðingarmikill fyrir
bæði lið, því liðið sem myndi sigra hefði slitið sig frá liðunum í neðri hluta deildarinnar.
Þetta var fyrsti heimaleikur Gyula Horvarth eða Júlla eins og hann er kallaður hjá KA en hann spilað sinn fyrsta leik gegn Fjarðabyggð á fimmtudaginn
var. Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Fjarðabyggð. Haukur Heiðar kom inn fyrir Guðmund Óla en Haukur missti af síðasta
leik vegna veikinda.
Júlli var nálægt því að koma yfir eftir 13. mínútna leik þegar Dínó átti sendingu inn á hann og hann komst
framhjá Ingvari Þór Kale markverði Víkinga en missti boltann of langt frá sér og varnarmaður Víkinga hreinsaði í horn.
Þremur mínútum síðar komust gestirnir yfir. Gunnar Kristjánsson átti þá góðan sprett og lét vaða á markið
svolítið fyrir utan teig. Boltinn fór af Daníel Hjaltasyni og yfir Sandor Matus sem var lagstur niður og í netið. Frekar skrýtið mark og fer ekki
í sögubækurnar fyrir að vera fallegt.
KA-menn voru ekki lengi að svara fyrir sig. Því sex mínútum síðar jafnaði Júlli metinn. Dínó tók aukspyrnu frá
hægri og boltinn barst til Júlla sem þrumaði boltanum í fjærhornið óverjandi fyrir Ingvar Þór Kale í markinu.
Á 33. mínútu komst Gunnar Kristjánsson einn í gegn og Janez virtist toga hann niður en ekkert dæmt og Víkingar æfir með að hafa ekki
fengið vítaspyrnu. Gunnar var virkilega sprækur og var langhættulegastur í liði gestanna.
Mínútu síðar skoraði KA en markið var dæmt af vegna rangstöðu(
sjá myndasyrpu af atvikinu hér). Júlli og Dínó spiluðu vel á milli sín og Dínó
komst upp að endamörkum þar sem hann gaf út á Norbert sem skaut góða skoti sem Ingvar Þór Kale varði en náði þó ekki
að halda boltanum svo að Almarr gaf hælspyrnu á Arnar sem skoraði en var dæmdur rangstæður.
Lítið markvert gerðist það sem eftir leið fyrri hálfleiks og staðan því 1 - 1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Síðari hálfleikur fór rólega af stað og fyrsta almennilega færið kom ekki fyrr en á 56. mínútu. Þá átti Almarr
góða sendingu yfir varnarlín Víkinga og Dínó hafði stungið sér inn fyrir hana og var einn á móti Ingvari í markinu en skalli
hans fór rétt framhjá.
Undir lokin fengu bæði lið tækifæri til þess að stela sigrinum. Fyrst KA þegar Haukur Heiðar komst upp að endamörkum og gaf á Steinn
Gunnars sem átti fínt skot sem Ingvar Þór Kale þurfti að hafa sig allan við til að verja. Gunnar Kristjánsson fékk síðan
fínt færi en skot hans rétt framhjá markinu og þar við sat.
Heilt yfir var jafntefli sanngjörn úrslit en litlu mátti muna að sigurinn hefði dottið öðru hvoru megin. Júlli er búinn að skora sitt fyrsta
mark og er það vonandi það sem koma skal. Liðið var að spila ágætlega en það vantaði bara herslumuninn að stigin hefðu orðið
þrjú í staðinn fyrir eitt.
Næsti leikur er á útvelli gegn Selfoss á þriðjudaginn eftir tæpa viku. Næsti heimaleikur er síðan ekki fyrr en 12. ágúst gegn
Njarðvík.
- Aðalsteinn Halldórsson skrifar frá Akureyrarvelli