Hið fínasta fótbolta veður var á Akureyrarvelli í kvöld þegar heimamenn í KA tóku á móti Aftureldingu,
Leikurinn byrjaði mjög rólega og virtust leikmenn þurfa þó nokkurn tíma til að koma sér í gang því ekkert gerðist fyrr en á 16 mínútu þegar liðin áttu bæði fínar sóknir, Afturelding var á undan að sækja og eftir fínt spil endaði boltinn hjá Hilmi Ægissyni á vítateigs horninu sem náði ágætis utanfótar skoti rétt yfir fjær hornið. Sandor Matus var fljótur að grípa næsta bolta og koma honum í leik, og eftir fínt samspil Dean Martin og Hauks Heiðars Haukssonar átti Dean fína fyrirgjöf beint á kollinn á David Disztl sem skallaði boltann rétt yfir.
Þetta kveikti samt sem áður lítinn neista í leikmönnum beggja liða, því hvorugt lið hélt áfram að sækja og náðu ekki að skapa sér neitt, fyrr en á 37 mínútu þegar Afturelding fékk hornspyrnu, Sævar Freyr Alexandersson framkvæmdi spyrnuna sem var of innarlega og var Matus Sandor í þann mund að grípa boltan, þegar höndum hans var bókstaflega kipt frá, ekkert dæmt og boltinn small á skallanum á fyrirliða Aftureldingar, Alberti Ásvaldssyni, og boltinn lá í netinu við lítinn fögnuð KA manna, sem réttilega vildu meina að um brot hafi verið að ræða.
En KA létt þetta ekki á sig fá og aðeins 3 mínútum seinna átti Dean Martin góða fyrirgjöf sem endaði með skalla frá Janez Vrenko, en marksúlann sá til þess að KA menn jöfnuðu ekki leikinn, boltinn barst á leikmann Aftureldingar sem dúndraði boltanum í horn, hornið var tekið stutt og Dean Martin fékk boltan á kantinum og náði lúmskri fyrirgjöf á nærstöng þar sem David Disztl náði að pota boltanum í netið, og staðan orðin 1-1.
Eftir þetta sóttu KA menn stíft en náðu ekki að skapa sér marktækifæri, En Guðmundur Óli Steingrímsson náði nú einu sinni að koma sér í kjör skot stöðu rétt fyrir utan teig en honum brást all svaðalega bogalistinn því boltinn fór langt yfir markið og alla leið á Greifann.
Seinni Hálfleikur var mun skemmtilegri og voru KA-menn mun sterkari aðilinn og náði að halda boltanum vel innan liðsins meðan leikmenn Aftureldingar voru stein geldir sóknarlega og náðu ekkert að skapa sér.
Það dró heldur betur til tíðinda á 55.mínútu þegar sá merkilegi atburður átti sér stað að KA menn fengu víti, sem telst nú ekki veri mikill merkis atburður almennt. En þessi dómur var merkilegur fyrir þær sakir að KA menn voru að spila sinn 48 leik frá því að hafa síðast fengið vítaspyrnu eða í September 2007, Það var David Disztl sem steig á punktinn og skoraði með föstu skoti beint á markið og bið KA manna eftir marki úr vítaspyrnu því á enda og KA komið yfir 2-1
KA menn lifnuðu heldur betur við eftir þetta og á 58 mínútu átti Haukur Heiðar frábæran sprettu upp kantinn, þvældi mann og annann og eftir að hafa skilið 4 varnarmenn Aftureldingar eftir átti hann nokkuð slakt skot beint á markvörð Aftureldingar.
Á 60.mínútu eftir fínt spil hjá KA átti Dean flotta fyrirgjöf á Hallgrím Má Steingrímsson sem þurfti aðeins að teygja sig í boltan og lak boltinn framhjá.
Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta og virtist sem leikmenn Aftureldinga væru hreinlega búnir að gefast upp, og á 73 mínútu átti Wentzel Steinarr Kamban einhverja ævintýranlegustu skot tilraun sem sést hefur norðan Alpafjalla, Wentzel var á fullri ferð upp völlinn og þegar komið var um það bil 40 metra frá marki ákvað Wentzel að láta vaða á markið, og skotið fór langt framhjá, en talsverða heppni hefði þurft til að setja boltann yfir Sandor í marki KA þar sem hann var staðsettur í eigin markteig.
KA hélt boltanum meira og minna það sem eftir lifði leiks en þó án þess að ná að ná að skapa sér góð færi, og fjaraði leikurinn hægt og rólega út og á eftir að 3 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma flautaði skrautlegur dómari leiksins, Þóroddur Hjaltalín til leikslok og 2-1 sigur KA staðreynd
Eftir sigur náðu KA-menn að tilla sér í 3 sætið en það gæti þó orðið tímabundið þar sem HK-ingar eiga leik á morgun, og geta þeir þá komið sér í 3.sæti. En Afturelding sitja en sem fastast í 11.sæti með 14 stig, en til allra hamingju fyrir þá töpuðu Skagamenn leik sínum í kvöld svo en er möguleiki fyrir Aftureldingu að bjarga sér.
-Jóhann Már Kristinsson