Umfjöllun: Rán á Akureyravelli

Fyrr í dag tóku KA menn á móti skagamönnum í frábæru veðri á Akureyrarvelli,


Fyrri hálfleikur var vægast sagt hundleiðinlegur og engin færi litu dagsins ljós, það var töluvert jafnræði meðal liðana en KA menn voru meira með boltann.

Eins ótrúlegt og það hljómar þá kom fyrsta færi leiksins ekki fyrr en á 48.mínútu, þegar brotiðvar á Guðmundi Óla Steingrímssyni á miðjunni, Guðmundur tók spyrnuna strax með háum bolta útá Dean Martin á kantinum, Dean tók vel á móti boltanum og fann Guðmund Óla aftur með flottri sendingu inn fyrir vörnina, Guðmundur lét skotið ríða af inní teig en skot hans fór rétt framhjá.

Þá var komið að skagamönnum, og þeirra bestu færi komu á 58 mínútu,fyrst þegar Andri Júlíusson fékk flotta sendingu innfyrir vörn KA, en það má með sanni seigja að Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson sem þefaði Andra uppi hafi sultað hann þegar hann henti sér á eftir honum þegar Andri var í þnn mund að skjóta, tækling Þorvalds var fullkomin og sópaði hann boltanum í horn. Seinna færið kom eftir hornið, KA menn náðu að koma boltanum í burtu og barst boltinn á Heimir Einarsson sem gerði sér lítið fyrir og lét vaðaaf ca 35 metra færi, hann smell hitti boltann og var Sandor Matus í töluverðum vandræðum með boltann og missti hann boltann í horn.

KA menn vou mun sterkari síðasta fjórðung leiksins og á 63.mínútu náði Dean Martin frábærum bolta inní teig og stakk David Disztl sér fram fyrir vörn skagamanna ognáði flottum skalla rétt yfir úr frekar þröngu færi. David var síðanaftur a ferðinni 11 mínútum síðar þegar varamaðurinn Ingi Freyr Hilmarsson átti flotta fyrirgjöf á fjær þar sem fyrr nefnfur Disztl var mættur, og náði flottum skalla yfir Pál Gísla í marki ÍA en heppnin var ekki með David í liði þarna því boltinn fór i slánna og boppaði svo á marklínunni áður en varnarnmenn skagans komu boltanum í burtu.

Það var svo þvert gegn gang leiksins að ÍA skoraði á 88 mínútu , snörp skyndisókn þeirra endai með þvi að varamaðurinn Ívar Haukur Sævarsson komst í gegn og klárði færi sitt einstaklega vel.

KA menn reyndu hvað þeir gátu að jafna leikinn en náðu ekki að skapa sér færi, og því þótti ljóst þegar Leiknir Ágústsson dómari flataði til leiksloka að draumórar KA um sæti í úrvalsdeild að ári runnu útí sandinn, og væri því upplagt fyrir KA að gefa ungum strákum tækifæri í næstu leikjum.

-Jóhann Már Kristinsson