Á föstudagskvöldið fóru KA-menn til Siglufjarðar og léku gegn sameinuðu liði KS/Leifturs en okkar menn sigla tiltölulega lygnan sjó í
efri hluta deildarinnar meðan KS/Leiftur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
KS/Leiftur 0 - 0 KA
Umfjöllun á Fótbolta.net
Staðan í deildinni
Leikskýrsla ekki komin - Léleg vinnubrögð hjá KS/Leiftri
Sandor
Haukur Hei. - Elmar (F) - Norbert - Hjalti
Túfa
Dean M. - Arnar M. - Andri F. - Andri J.
Gyula
Varamenn: Steinn Gunnarsson, Magnús Blöndal, Orri Gústafsson, Davíð Rúnar Bjarnason, Arnór Egill Hallsson.
Ein breyting var frá sigurleiknum gegn Njarðvíkingum, Janez var í banni og þá fór Norbert í vörnina og Andri Fannar á
miðjuna.
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, hvorugt liðanna náði upp almennilegu spili og niðurstaðan 0-0 jafntefli þó að nokkur færi hafi
þó litið dagsins ljós en þau voru flest eftir föst leikatriði og barning í teignum.

KS/Leiftursmenn áttu nokkur hættuleg skot sem Sandor þurfti að hafa fyrir að verja en til að mynda björguðu heimamenn á línu undir lok leiksins
þegar Arnar Már átti skot úr teignum.
Semsagt ansi bragðdaufur leikur og bæði lið bæta einu stigi í sarpinn, núna vantar KA-mönnum eitt stig til að komast yfir Haukana sem eru í
fjórða sætinu og vonandi koma þau stig í næsta leik sem er gegn Eyjamönnum á Akureyrarvellinum á fimmtudaginn nk. kl. 18:30.
Mynd: Elmar Dan fyrirliði KA-manna sækir að Christian Hemberg sóknarmanni KS/Leifturs.